Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 61

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 61
Stefnir] Skoðanakúgun. 155 skoðun, og hann sé að fara sig- urför um heiminn. Rússar voru kallaðir kúguð þjóð áður. Nú eru þeir kúguð þjóð innst og yzt, fátækir hið ytra, fáfróíiir hið innra. Þeir fá ekki að anda að sér lofti nema það sé pestnæmt af þjóðmálalyg- um. Heil þjóð er alin á tilbúinni andlegri fæðu. Þeir eru teknir úr guðs góða heimi og látnir lifa í hrákasmíð nokkurra bolsjevikka. Átakanlegt dæmi upp á vald þessarar starfsemi er saga Trot- skys. Trotsky var annað mesta átrún- aðargoð þjóðarinnar. Lenin og Trotsky, það voru hinir tveir miklu himinlíkamir, sem lýstu rússnesku þjóðinni í myrkrum byltingarinnar. Á hverjum opin- berum stað voru myndir af þess- um 2 þjóðhetjum, og myndir af þeim voru bornar í öllum skrúð- göngum. Þeir voru sá skýstólpi og eldstólpi, sem þjóðin fylgdi á þessari ógurlegu eyðimerk- urgöngu. — Og þó var Trotsky að sumu leyti enn vinsælli, hers- höfðinginn, sem skóp rauða her- inn og stökkti „óvinum bylting- arinnar" á flótta, ræðusnillingur- inn, gáfumaðurinn, sem mönnum fannst neistar sindra frá, hvar sem hann kom. En svo náði Stalín taumhaldinu. Lenín var dáinn. En Trotsky lifði, og hann var hættulegasti meðbið- illinn. Og nú var þessu ógurlega stórskotaliði fréttastarfseminnar beint að honum. Hann var vinsæll og sterkur, en hann varð fljótt að víkja. — Ekkert vígi stenzt stórskotahríð þegar ekkert skotvopn er til á móti. Hann er hraktur og rek- inn stað úr stað og loks hröklaðist hann úr landi. Nú var um að gera að láta hann hverfa. Og þetta sama tæki var alveg örugt til þess starfa líka. Nafn hans var aldrei nefnt á prenti. Skólabækur voru allar skrifaðar að nýju til þess að losna við frásagnir um afreksverk hans, og aðeins minnst lítillega á, að hann hefði gerst óvinur byltingar- innar og drottinssvikari. Myndir af honum hurfu allar. Allir kafiar um hann voru sniðnir úr kvik- myndum þeim, sem boða fólkinu trú bolsjevikka. Árangurinn kvað vera sá, að Trotsky má nú heita gleymdur í Rússlandi. Eftir lifir aðeins veik minning um uppvöðslusegg og

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.