Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 7
Stefnir]
Frá öðrum löndum.
101
þess að rannsaka málið. Niður-
stöður nefndarinnar voru á þá
leið, að Alfons konungur ásetti
sér að láta þær aldrei koma fyrir
almenningssjónir. En hér var úr
vöndu að ráða. Þingið átti að
koma saman í október-byrjun
(1923), og þá var svo sem auð-
vitað, að það myndi heimta allar
skýrslur.
Þá var það, að konungurinn á-
setti sér' að grípa til örþrifaráða-
til þess að forðast hneykslið. Sneri
hann sér fyrst til foringja höfð-
ingjaflokksins, Antonio Maura,
og skoraði á hann að taka sér
einræðisvald. En hann þverneitaði.
Sneri konungjur sér þá til ýmissa
hershöfðingja, en fékk allstaðar
afsvar. Loks hitti hann þó mann-
inn, sem vildi taka þetta að sér,
landshöfðingjann í Barcelona,
Primo de Rivera. Hann greip völd-
in 13. sept. 1923, og hefir síðan
stjórnað öllu. Hann kvaðst mundu
ijúka störfum sínum á 90 dögum.
En nú hafa full 6 ár ekki dugað
honum.
Rivera er ekki talinn sérlegur
vitmaður, en hann er óbilandi
hjarkmaður og einbeittur. En
enginn efi er talinn á því, að
konungurinn sé sá, sem í raun og
veru stóð bak við allt. Þjóðin var
ekki óvön því, að gengið væri á
Prímo cle Riuera.
rétt hennar eða stjórnfrelsi, og
tók þessu öllu með deyfð. Það
voru aðeins fáeinir menn, sem
mótmæltu, og fengu fyrir það út-
legð eða fangelsi.
Stefnumál Rivera.
Það voru fjögur loforð, sem
Rivera gaf: Hann lofaði að vinna
sigur í ófriðnum við Marokkó,
koma á ró í þjóðfélaginu, leysa
Catalóníu-málið svonefnda —
Catalónía vildi losna úr tengslum
við Spán — og endjurreisa fjár-
hag ríkisins.
Eitt af þessum loforðum tókst
honum að efna tiltölulega fljótt,
og það var að binda enda á Ma-