Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 28

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 28
122 Samvinna og sjálfstæði. [Stefnir Gengið út frá þessu, sem hér hefir verið tekið fram, er það auð- sætt mál, að þau stefnuskifti kaup- félaganna, sem hér hafaVerið gerð að umtalsefni hafa orðið til þess, að draga mjög úr því á þeim ára- tug sem nú er að enda, að þau væru þær nytjastofnanir almennri vel- gengni til styrktar, sem þeim er ætlað að vera, sem þau hafa áður verið, og sem þau eiga að vera. Eigi bætir það heldur úr skák, að þeir sem ráðin hafa yfir þess- um félagsskap, sem sé forkólfar Framsóknarfl. hafa á síðustu árum, gefið þeim grunsemdum byr undir báða vængi, að þeir leggi eigi mikla áherzlu á breytingar, sem miða til þess, að útrýma skuldaverzluninni. Þetta liggur í því hvernig þeir hafa tekið einu alvarlegu tilrauninni sem gjörð hef ir verið til endurbóta á þessu sviði, sem er frumvarpið um atvinnu- rekstrarlán sem flutt var á Al- Toingi 1928. Hvað er framundan ? Af því sem hér hefir verið tekið fram, virðist auðsætt, að kaupfé- lögin íslenzku hafa sveigt talsvert frá þeim höfuð tilgangi, að vinna fyrst og fremst að almennu efna- legu og andlegu sjálfstæði hjá ein- staklingum þjóðarinnar. Hafa þeg- ar verið færð rök að því, að skulda- verzlunin sé eigi vegur til efna- legs sjálfstæðis, heldur miklu fremur einn örðugasti steinninn í götu þess. Hitt blasir við augum allra hugsandi manna hvort það muni vera heppilegur vegur til and legs sjálfstæðis að það sé brýnt fyrir skuldugum viðskiftamönn- um ríkjandi verzlana, að það sé ein þeirra helgasta samvinnu- skylda að fylgja ákveðnum stjórn- málaflokki að málum. En nú er ástæða til að athuga þá spurningu, hvað muni framund- an. Sú grein samvinnunnar, sem hér hefir verið gerð að umtalsefni, hefir mikið vald á ýmsum sviðum þjóðlífsins, og það ætti hún skil- ið að hafa, væri hún eingöngu rek- in með almenna hagsæld fyrir aug- um. En samkvæmt framansögðu er hér breytinga þörf, ekki í þá átt að rýra mátt og fjármálavald fé- laganna eða útrýma þeim af einu eða öðru sviði, heldur í þá átt að fá til vegar komið heilbrigðari og heillavænlegri starfsemi hjá þeim framvegis. Það er ekki æskilegt, að þau haldi áfram að vera stórfeldar skuldaverzlanir, það er ekki æski- legt, að þau séu undir pólitískum yfirráðum, og það er ekki æskilegt, að þau klofni hvert af öðru, eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.