Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 20

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 20
114 Samvinna og sjálfstæði. [Stefnir mundi hafa megnað að sigrast á þeim örðugleikum. Reynslan sýndi líka, að þar sem þeim dyggðum var eigi til að dreifa hjá forystu- mönnum, var ósigurinn venju- lega vís. Þau höfuð atriði, sem aðal á- herzla var lögð á hjá kaupfélög- unum á öllum þeirra fyrstu árum og jafnan síðan hefir staðið í lög- um þeirra sem tilgangur félag- anna eru einkum þrjú: • 1. Útvegun erlendrar vöru með sem beztum kostum og fæst- um milliliðum. 2. Skuldlaus viðskifti. 3. Vöndun og sala innlendrar vöru. Þessi stefnuskráratriði, og eins annað það sem ýms félögin hafa lögfest sem tilgang, miðar allt að því aðaltakmarki að efla efnalegt sjálfstæði þeirra manna sem félög- in mynda. En hverju hafa þau nú til leið- ar komið á því tímabili, sem liðið er? Að svara þeirri spurningu til hlýtar er svo margþætt umfangs- mikið og lítt rannsakað mál, að þess er enginn kostur hér enda eigi ætlunin, en nokkur alkunn atriði er þó hægt að nefna því til sönnun- ar, að þessi félagsskapur hafi á liðnum tímum haft mikla f járhags- lega þýðingu. 1. Að lækka verðlag erlendrar vöru með færri milliliðum og minni tilkostnaði, hafa félögin áreiðan- lega gert. I því efni reyndist mun- urinn mestur á fyrri hluta starfs- tímans, en nokkur hefir hann alltaf reynst, í það minnsta fram um stríðslok. 2. Að bæta verkun innlendrar vöru og þar af leiðandi koma henni í hærra verð. Á því sviði hafa fé- lögin án efa unnið sitt þarfasta verk og unnið gagn, sem aldrei verður með vissu sagt hve mik- ið er. 3. Að safna sjóðum til trygging- ar og reksturs. — Munu þeir sjóð- ir nú í öllum sambandsfélögum vera um 4 miljónir kr. samtals. Svo eigi sé fleira nefnt, sem unnt væri að sanna með þá stað- hæfing, að umræddur félagsskapur hafi á liðnum tímum verið til mik- illa nytsemda, þá sýnir það sem hér er talið, að þessi grein íslenzkr ar samvinnu hefir stutt talsvert að því, að efla fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna, ekki einasta þeirra sem verið hafa starfandi fé- lagar, heldur einnig hinna sem ut- an við hafa staðið. Af þeim eðli- legu orsökum, er umræddur félags- skapur vinsæll meðal almennings- Menn hafa gert sér bjartar vonir um, að hans starfsemi væri eitt

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.