Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 61

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 61
■Stefnir] Últrafjólubláir geislar og jurtagróður. 155 í hinum lélegu húsakynnum sam- fara einangrun, hafi haft hin öm- urlegustu áhrif á andlegt líf tnanna hér á íslandi á liðnum öldum. Þaðj hefir svift margan manninn lífsgleði, gert hann tor- trygginn og öfundsjúkan; í stuttu tnáli verri mann. Ef vér yrðum svo lánsamir, að takast mætti að veita nægilegri raforku til ljóss og hita inn á hvert heimili á land- inu eða sem flest, mundi það að ^niklu leyti ráða bót á hinu margra alda þunga böli, sem myrkur, kuldi og einangrun hefir leitt yfir þessa þjóð, veiklað hana og spillt henni. Ef takast mætti að lýsa upp flest heimili með raf- orku, tengja sveitabæina saman með síma, svo myrkur og einangr- un hyrfi, tel eg að það mundi gera þjóð vora betri og bjartsýnni; það mundi eyða sundrung og síngirni og útrýma hinni rótgrónu tor- tryggni og öfund sem oft eru vopn í h^ndum lélegra manna. Hvaðan kemur tízkan? Allir þekkja tízkuna í klæða- burði og hve ört hún breytist, en enginn veit hvaðan hún kemur. — Hver ræður því, hvernig fólkið Wæðir sig? Menn hafa reynt að komast fyr- lr rætur þessa máls, en það geng- Ur ekki greiðlega. Þó hafa menn komizt að því, að ný tízka kemur Há ákveðnum borgum, einkum parís, Vín og Lundúnaborg. En hvernig hún eiginlega hefst verð- Ur eigi sagt með vissu, enda getur ýmislegt valdið. Stundum er það eitt atvik, sem ræður. Sarah Bernhard kom einu ■sinni fram í drifhvítum fötum, og hvítt varð tízka í svip. Ýmsar hefð- arkonur og meyjar, sem eru fram- arlega í samkvæmislífi stórborg- anna, koma oft af stað breyting- um í tízku með einhverju, sem þeim dettur í hug í svipinn. En oftast munu það vera frægustu klæðskerarnir, sem „finna upp“ ný snið. Stundum valda breyttar að- stæður breyting í klæðaburði. — Bifreiðarnar gerðu stóru kvenn- hattana útlæga og tilfinning nú- tímafólks fyrir því sem er hentugt og þægilegt, hefir haft gagnger áhrif á búninginn.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.