Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 36
130
Hætturnar í hafdjúpunum.
[Stefnir
arastarfsemi, og Þúkýdides
sagnaritari segir, að unnið hafi
verið á sjávarbotni í umsátinni
um Sýrakúsu árin 215—212 i.
Krb. Þegar Alexander mikli tók
Týrus, árið 33 f. Kr., lét hann
kafara eyðileggja neðansjávar-
varnir borgarinnar. Aristóteles
heimspekingur, kennari Alexand-
ers, getur um tæki til þess að
gera mönnum mögulegt að haf-
ast við niðri í vatni nokkra stund.
Sjálfur kafaði Alexander í útbún-
ingi, sem kallaður var kolymfa, og
hélt manninum þurrum í vatninu,
en lokaði samt ekki úti alla birtu.
Livíus segir, að Rómverjar hafi
látið kafara ná auðæfum, sem
sokkið höfðu, af sjávarbotni. —
Þessir kafarar hafa sennilega
starfað án alls útbúnings eins og
enn er víða gert, t. d. við perlu-
veiðar.
Á 16. og 17. öld var farið að
finna ýmsar gerðir kafarabúninga
og á 18. öld komu ýmsir kafara-
búningar, sem líkjast nútímabún-
ingum. 1819 var opna kafarahvolf-'
ið búið til. Þar er vatninu haldið
burtu með loftþrýstingi, svo að
kafararnir geta unnið starf sitt
nokkuð óhindrað undir slíku kaf-
arahvolfi. Er það enn mikið notað
við vinnu á hafsbotni, þar sem
aðstaðan leyfir.
Kafarar eru notaðir meira en
margan grunar. Almenningur heyr-
ir helzt talað um kafara í sam-
bandi við stór slys, t. d. þegar
neðansjávarbátar hafa sokkið.
En sannleikurinn er, að kaf-
arar eru notaðir mikið við ýms
mannvirki, svo sem bryggjur,
skipakvíar og brýr, bæði þegar
verið er að koma þessum mann-
virkjum upp, og einnig þegar þarf
að hreinsa þau eða gera við þau.
Skip eru hreinsuð með hjálp kaf~
ara, og hvert herskip hefir sinn
kafara og kafaratæki. Þeir losa
vír úr skrúfum, losa föst akkeri,
greiða festar, sem flækjast sam-
. an á sjávarbotni o. s. frv.
Svo má heita, að nú sé hættu-
lítið fyrir kafara að hafast við
á 200 feta dýpi, og nokkuð þar
yfir, ef aðstæður $ru annars góð-
ar. Eru þá hafðir pallar, á leið-
inni niður, sem kafarinn fer á
milli og hefst þar við þá stund,
sem þarf til þess að líkaminn lagi
sig eftir þrýstiskiftunum. En
þrátt fyrir allar framfarirnar,
þekkinguna og varúðina, farast
margir kafarar á ári hverju af
slysum.
Eitthvert algengasta slysið er
,,kreistingin“ svo nefnda. Hún er
svo til komin, að lofti er þrýst inn
í kafarabúninginn með dælum.