Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 62

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 62
FJÁRfDAGn OG FRAfDFARIR. Eftir Gustav Cassel. [Höfundur þess greinaflokks, sem hér hefst, Gustav Cassel, prófessor í hag- fræði i Stokkhólmi, er talinn með skörpustu hagfræðingum, sem nú eru uppi, og nýtur heimsfrægðar í fræðigrein sinni. Hér á landi er hann nú orðinn alþekktur. Var hans fyrst verulega getið hér á landi í bók Jóns porlákssonar: „Lággengið", en síðan hefir mjög oft verið til hans vitnað í umræðum um íslenzk fjármál. -r- Gustav Cassel er fæddur árið 1866. Greinaflokkur sá, er hér hefst, er tekinn úr bók hans: Socialism eller Framátskridande, Sósíalismi eða framfarir. Hefir höf. þar safnað saman f jölda greina, sem hann hefir ritað í blöð, og er þessi greinaflokkur fyrsti kafli bókarinnar]. HVAÐ CR AUÐLeGGÐ? Almenningur hefir yfirleitt mjög óljósar hugmyndir um það, hvað auðleggð eiginlega er. Og svo undarlega víkur þessu við, að hug- myndirnar hafa orðið eftir því óljósari og fjarlægari veruleikan- um, sem framþróun efnahagsmál- anna fullkomnaðist. Fyr á tímum þýddi það að vera ríkur sama sem að eiga miklar og vel setnar jarð- eignir. Hugnlyndin um ríkidæmi var þá skýr og ákveðin, og í með- vitund almennings nátengd hug- myndinni um framleiðslu njd;- samra afurða. Nú hafa menn vanið sig á að telja allt í peningum, og því rót- grónari sem sú ver.ja hefir orðið, því meir hefir almenningur misst hæfileikann til þess að mynda sér raunverulega hugmynd um, hvað ríkidæmi eða auðlegð eiginlega er. Menn hugsa sér að ríki maðurinn hafi mikla peninga. Menn tala um „miljónamenn“, þ. e. menn sem eiga eina eða fleiri miljónir króna. En menn íhuga ekki hvað í þessu felst, láta sér nægja sjálfa töluna. Og þannig hugsa menn sér öll mismupandi stig auðlegð- ar. Einn á 100000, annar á mil- jón, þriðji tvær miljónir o. s. frv.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.