Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 56
150
tJltrafjólubláir geislar og jurtagróður.
[Stefnir
unni. Sennilega er sá hiti heilnæm-
ari sem hefir lýsandi áhrif í för
með sér en hinn, sem aðeins flytur
ósýnilega útgeislun.
Fatnaðurinn þarf að vera þannig
úr garði gerður, að hann veiti gott
skjól, en hleypi þó lofti og helzt
nokkru af ljósi gegmjrn sig inn að
hörundinu. Að öðrum kosti getur
húðin ekki innt af höndum starf
sitt í þjónustu líkamans, sem sé
það, að verja líkamann ofhitun og
ofkælingu og vera jafnframt nokk-
urskonar öndunarfæri. — Hörund,
sem er dúðað fötum, getur ekki innt
þetta starf af höndum svo vel sé.
Hitatemprun og útgufun húðar-
innar verður ófullnægjandi, og
þeim mönnum, sem þannig klæða
sig, er hættara við ofkælingu en
öðrum, sem leyfa lofti og Ijósi að
komast að hörundi sínu. — Ungu
kvenfólki er jafnan borið á brýn
að það klæði sig of þunnt, og má
vera að svo sé þegar kaldast er. En
hins er þó ekki síður að gæta, að
það er síður en svo hollusta að því
að vera mikið klæddur í upphit-
uðum húsum, eins og fullyrða má
að karlmenn geri. — Það er ekki
hættulegt að skreppa út léttklædd-
ur ef menn hafa á sér snarpa hreyf
ingu og afla sér þannig hita. Hitt
er auðvitað afar hættulegt að vera
úti í kulda hreyfingarlítill, eins og
oft á sér stað við jarðarfarir til
sveita, þar sem menn standa oft
óratíma yfir gröf hreyfingarlaus-
ir í köldu veðri.
Eg las nýlega í ameríksku
lækningablaði frásögn um það, að
léttklædd hjúkrunarkona lokaðist
óviljandi inni í frystiklefa á sjúkra
húsi. En svo hafði viljað til, að lyk-
illinn fannst ekki um stund, svo
að hjúkrunarkonan sat þarna inni
hátt á annan klukkutíma. Klefinn
var þröngur, fsvo að hún gat enga
hreyfingu haft á sér, og þarna var
talsvert frost inni, um 11—12 stig
Celsius. Stúlkan var heltekin af
kulda þegar hún kom út. Hún hafði
verið mjög hraust alla sína daga,
en upp frá þessu fékk hún berkla
í öllum líkamanum og var dáin eft-
ir 3 mánuði. Þetta er nokkuð ljóst
dæmi þess, hve alvarlegar afleið-
ingar ofkæling getur haft. Það er
algengt að fólk fer fótgangandi
langar leiðir klætt yzt fata vatns-
þéttum fötum, sem hindra alla út-
gufun. Verða menn votir undir
þessum þéttu ytri fötum og er því
afar hætt við ofkælingu eftir á.
Þetta er hættulegt heilsu manna.
Svitinn fyrirbyggir ofhitun líkam-
ans og með svitanum losnar lík-t
aminn við ýmis eiturefni sem efna-
skiftin hafa í för með sér og lík-
aminn þarf að losna við.