Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 50

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 50
144 Hætturnar í hafdjúpunum. [Stefnir geyminn. Þar varð einhver að vera m'eð honum, meðvitundar- lausum og dauðvona manni. Og Eadie var sá eini, sem þennan þrýsting gat þolað, þegar nauð- synlegt var að setja hann á allt í einu. Hann fór því með Michels inn í afþrýstingar-geyminn og var þar þangað til þrýstingurinn var ekki orðinn meiri en svo, að aðr- ir gátu tekið við. ,,Þetta er ekkert,“ sagði Eadie, „nema það, sem hver ykkar hinna myndi hafa gert fyrir mig“. Eadie var enginn viðvaningur. Hann hafði séð framan í margar lífshættur. Þegar hann var að vinna við neðansjávarbátinn S 51, er sökk 1925, komst loft í fötin hans, svo að hann þaut upp á yfirborð úr 40 feta dýpi. Svo snögglega komst loftið í fötin, að hann fékk ekki ráðrúm til þess að loka fyr- ir loftstrauminn. Þegar upp á yf- irborðið kom, sprungu fötin. Það bjargaði lífi hans, að þrýstingur- inn hafði aflagað á honum hjálm- inn, svo að hann gat ekki losnað úr honum, og loftið í hjálminum hélt honum uppi meðan náð var í hann. Annars hefði hann sokk- ið eins og steinn (með nærri 200 pund af blýi) og drukknað. Tom Campbell vann að því, að ná líkunum af þeirn, sem fórust í S 4. Þá sagði hann frá ýmsu, sen hann haffii komist í áður. Hann var að vinna inni í skipi á sjávarbotni. Hann fór niður um op og gekk niður stiga; svo fór hann fram hjá dælum í skipinu, gegnum annað op og inn í vélar- rúmið. Þar skreið hann undir vél- ina til þess að loka vatnshana. Þegar þessu var lokið, varð hann var við óreglu á taiugunum. Sand- ur eða annað þessháttar, komst í vatnið og lokaði pípunni, sem ber burt loftið. Loftið þandi því út fötin hans þegar í stað, og hann flaug upp undir loft í vélar- rúminu. Hann hafði ekki síma, og líftaugin var föst, svo að hann gat ékkert merki gefið. Hann lok- aði fyrir loftstrauminn, en þorði ekki að hleypa út því sem hann hafði af lofti í fötunum. Það gat enzt honum í 5 mínútur, en hann var ekki viss um, að hann fengi neitt meira loft. Hann fór sér hægt til þess að mæðast ekki, en mjakaði sér hægt og hægt eftir línunum til baka, og gætti þess að hafa allar línurnar í fanginu um leið og hann dró þær inn. „En þá,“ sagði Campbell, „fór að bregða fyrir gulum leiftrum. Kirkjuklukkum var hringt. Það hófst stórorusta og sprengjur

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.