Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 8
102
Frá öðrum löndum.
[Stefnir
Sko/jmynd af Alfons konungi.
rokkó-ófriðinn. Var það mest fyr-
ir þær sakir, að foringi Marokkó-
búa, Abd-el-Krim, var svo óhygg-
inn að reita Frakka til reiði, svo
að þeir skárust í leikinn og reið
það baggámunihn.
Hin loforðin tókst honum miður
að efna. Halda margir því fram,
að það, hve slétt og- fellt allt hef-
ir sýnst, stafi rnest af því, að ná-
kvæm og ströng ritskoðun hefir
verið framkvæmd, svo að engar
sannar fregnir hafa borizt. Og
auk þess má halda ýmsum hreyf-
ingum niðri með ógnunum og
vopnavaldi.
Margir líta þó svo á, að Rivera-
stjórnin hafi bætt mikið fjárhag
ríkisins. Fjárlög hafa farið skán-
andi og loks tekizt að fá þau
hallalaus án þess að beita brögð-
um í bókfærslu. Þó hefir gjald-
eyrir Spánar fallið stórkostlega
upp á síðkastið, en það mun
ineira að kenna ótta við bylting-
ar og umbrot, heldur en eigin-
iegum fjármálavandræðum.
Hvað tekur við?
Þó að Primo Rivera sé nú fall-
inn, er í rauninni allt í óvissu ura
framtíðina. Berenguer hershöfð-
ingi hefir tekið við stjórnarfor-
mennskunni. Hann var einn af
þeim, sem báru ábyrgð á Marok-
kó-styrjöldinni. Kom Rivera hon-
um í fangelsi út af því, en eftir
að kólna tók milli Rivera og kon-
ungs, tók hann Berenguer að sér
og gerði hann að aðaltrúnaðar-
manni sínum. Var talið alveg víst,