Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 51
Stefnir]
Hætturnar í hafdjúpunum.
145
sprungu rétt við nefið á mér. —
Ækki velta út af‘, sagði eg við
sjálfan mig, og fikaði mig áfram,
þó að eg væri dofinn og linur eins
°S dauðadrukkinn maður. Ein-
hvernveginn hitti eg leiðina til
haka og gat losað líftaugina. Eg
hreif í hana til merkis, og valt í
:Tfirlið.“
Þessar hroðalegu kafarasögur
eru svo að segja óendanlegar. —
Hér skal sögð aðeins ein saga enn.
Kafbáturinn F 4 sökk árið 1915
við Hónólúlú. Kafara varð að fá
Há New York og náðust þeir á
10 dögum. Meðal þeirra voru þeir
Loughmann og Crílley. Þeir
fundu kafbátinn, hálfa aðra mílu
Há landi, á 306 feta dýpi. Það var
meira dýpi en þá þótti fært að
kufa. Samt fóru þeir niður og
Eomu 8 þuml. vírstreng undir bát-
inn.
Eaginn eftir fóru þeir báðir
ftiður til þess að festa fleiri
strengi. Loughmann var orðinn
uPpgefinn eftir tæpa klukku-
stund og fór af stað upp. Hann
stansaði á 250 feta dýpi til af-
hrýstingar. En brimin þarna eru
orðlögð, og sjórótið var svo mik-
að hann missti tök á vír-
strengnum. Hann hleypti þá
Pokkru lofti í fötin, til þess að
verða léttari í vatninu, og reyndi
að ná í strenginn. En hafrótið
kastaði honum hvað eftir annað í
strenginn, braut á honum mjöðm-
ina og sló hann í rot. Sveiflaðist
hann svo fram og aftur meðvit-
undarlaus.
Skömmu síðar kom Crilley
þarna að. Hann var við hinn vír-
strenginn og átti fullt í fangi með
að halda sér. Samt fór hann nú
að reyna að losa Loughmann, en
taugar hans höfðu slegist utan um
vírstrehginn, svo að þess var eng-
inn kostur að losa hann.
Crilley sá nú, að það yrði ekki
nema nokkrar mínútur, þar til þeir
væri báðir dauðir, ef þessu færi
fram. Hann hafði engan síma, en
hann gaf merki með tauginni, að
hann væri að koma upp og þyrfti
kaðal. Síðan gerði hann það, sem
telja má eitthvert mesta dirfsku-
verk. Hann hleytpi lofti í föt sín
og fór eins og kólfi væri skotið úr
250 feta dýpi upp á yfirborð. Mað-
ur, sem ætlaði að kasta til hans
kaðli, rann á þilfarinu og datt í
sjóinn og kaðallinn lenti dálítið frá
Crilley- Hann mátti ekkert bíða,
því að kreppan vofði yfir honum.
Hann hleypti því loftinu út og
sökk.
Þegar hann kom niður, sá hann,
að Loughmann var búinn að fá
meðvitundina og var að reyna að
10