Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 73
Stefair]
167
HNAPPARNIR, SEM HURFU. Frh w bis 128
Hvað skyldi hún nú vilja, spons-
ið?“ sagði hann. „Jæja, segið þér
henni að koma“.
II.
Donald Reed var í góðu skapi,
þegar hann ók í litlu bifreiðinni
sinni áleiðis til sjáfar, og raulaði
vísu fyrir munni sér. Það var tek-
ið að halla degi. Hann hafði orð-
ið að rita grein í eitt af stórblöð-
unum áður en hann fór og það
hafði tafið hann. Hann herti því
a vélinni og fór að blístra af
óþolinmæði.
Alt i einu hætti hann að blístra
°e rak upp lágt hljóð. Hann stöðv-
aði vagninn svo snögglega, að það
Urgaði í hemlunum en vagninn
sópaðist áfram með kyrrum hjól-
um og í sömu svipan sprakk einn
gúmhringurinn með kanónuhvelli.
Hundurinn, sem þotið hafði fyrir
^ifreiðina og valdið öllum þessum
úskunda, snáfaði óskemdur á brott.
__ Hónald fór út úr vagninum og
íór að rannsaka skemdirnar. Hann
v.ar fljótur að komast að raun um,
að hringurinn var alveg gereyði-
agður. Hann hafði engan vara-
ring með sér og til næsta þorps
Voru 14 kílómetrar. Það var því
ekki um annað að velja, en hökta
áfram á bílnum eins og hann var
kominn í þeirri von, að í þorpinu
væri hægt að fá nýjan hring.
Það tók hann fulla þrjá stund-
arfjórðunga að komast til þorps-
ins og fór hann strax á fund bif-
reiðasmiðs.
En hann hristi höfuðið vand-
ræðalega. „Nei, því miður hef ég
engan hring, sem hægt er að nota
á þennan vagn“, sagði hann.
„Hvernig á ég þá að komast til
Beckley?" spurði Reed.
Bifreiðamaðurinn hugsaði sig
um nokkra stund. Svo sagði hann:
„Nú skal ég segja yður, hvað
helzt er úrræða. Eg hef hérna
æfagamalt bíltrog, sem ég get vel
séð af í vikutíma. Ef þér getið
komizt á því til Beckley, þá er
yður það velkomið. Á meðan get
ég svo útvegað yður hring á yðar
bifreið og komið henni í lag“.
Dónald þakkaði honum fyrir
þessa vinsemd og fór að líta á
gamla bílinn. Hann er áreiðan-
lega eins gamall og hann gat verið
úr því að hann var ekki á forn-
gripasafni. Hann var að hugsa
um það, hvort mögulegt væri að
komast til Beckley í svona skrjóði.