Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 59

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 59
153 tJltrafjólubláir geislar og jurtagróður. Stefnir] þessu samstarfi þessara líkams- borgara komin. Nýfætt ungbarnið sýnir af sér þörf til hreyfingar og því meir, sem því vex þróttur. Oft má sjá þess vott, að börn, sem úti eru við leik eða störf flesta daga í sæmilegu umhverfi, eru vel útlítandi, rjóð og lystargóð og full af lífsfjöri og kæti. Hjá þeim vinn- ur hvert líffæri sitt ákveðna starf eðlilega. En þegar skólinn byrjar, og kyrsetur við nám taka við af Hiikilli hreyfingu úti undir beru lofti, verða oft straumhvörf í heilsu og þrifum barnanna. Þau fá tregar hægðir, verða föl og muna- leg. Þannig verða kyrsetur oft til þess að trufla starf líffæranna og er það oft byrjun til laqgvarandi heilsuleysis. — Hér á landi eru flestir blindir fyrir þessari hættu. Bóknámið er látið sitja fyrir öllu og metið meira en góð heilsa. Allt annað er látið sitja á hakanum. — í»að er hreint kapphlaup að troða sem mestu af bókviti í bör'nin, áð- ur en þeim er svo vaxinn þroski, að þau hafi þess full not. Ekki væri það síður nauðsyn- ‘legt, að sjá börnunum fyrir góðum leikvelli í kaupstöðum eða í ná- munda við þá, þar sem þau gætu haft holla útileiki í skjóli fyrir holdustu áttinni í stað þess að eiga ekki annars kosti en að vera á götunni, þar sem öll umferð er, og þar af leiðandi hætta getur staf- að af allskonar sóðaskap. Flestir kaupstaðir þessa lands hafa sýnt í þessu hina mestu vanrækslu og hugsunarleysi. Fæði bama og afkastasemi við nám. öllum kennurum í barnaskól- um er kunnugt um það, að börn eru mjög mismunandi næm eða treg til náms. Hitt er þeim ef til vill sfður kunnugt um, að oft staf- ar gáfnatregða og sljófur vilji til náms af því, að börnin hafa ekki heppilegt fæði. Ef fæði barnanna er þannig úr garði gjört, að það svarar ekki til þarfa líkamans, svo að störf ýmsra líffæra færast úr lagi, af þeim or- sökum, þá kemur þetta fram í minni afkastasemi við námið. Oft vantar í fæði barnanna bæði fjörvi, lífræn sölt og fleiri efni, sem líkama þeirra eru nauðsyn- leg til vaxtar og þrifa. Margs- konar heilsiuleysi getur stafað af skorti þessara efna. Sólarljósið, nægileg útivist og heilnæmt fæði veitir mönnum þessi gæði, en lyf aðeins um stundarsakir og á ó- fullkominn hátt, því það er sól- arljósið og kraftur þess, sem stjórnar allri efnabreytingu lík-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.