Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Qupperneq 16
110
Valdimar Guðmundsson í Vallanesi.
[Stefnir
búskap í Skinþúfu, smábýlisjörð
í Hólminum, 7.5 eftir þáverandi
jarðamati, frá 1861. Hafði hann þá
fest kaup á jörðinni fyrir nokkr-
um árum. Búpening-ur hans var
þá 1 kýr, 60 kindur og 20 hross,
sem hann hafði til að byrja með
búskapinn. Hóf hann brátt um-
bætur miklar ‘á bújörð sinni, svo
sem peningshúsa- og hlöðubygg-
ingar, túnasléttur, vatnsveitingar
og girðingar í stórum stfl, því á
öðru búskaparárinu girti hann
allt land jarðarinnar mjög vand-
lega, og tún og engi frá bithag-
anum. Fék-k hann nú leyfi stjórn-
arráðsins til þess að nefna jörð
sína Vallanes. Á þessum fyrstu 5
búskaparárum sínum í Vallanesi
hafði hann hestakynbótabú fyrir
Skagfirðinga, og sýndi þar sem
annarsstaðar bæði dugnað og á-
huga. Árið 1912 fór hann að und-
irbúa steinsteypuhúsbygging og
vann að því í tvö næstu árin.
Þurfti að flytja grjót að langan
veg, því að enginn steinn var til
í landi jarðarinnar. Vorið 1914
var steinsteypuhúsið reist. Það
er 17 álna langt og 11.5 álnir á
breidd (utanmál), tvílyft með
stálbitum undir íbúðarlofti, og
allt hið vandaðasta. Svo heldur
Valdimar áfram jarðabótum og
steinbyggingum. — Hafði hann
næstu 1Ö árin 14 jörðina Brekku
hjá Víðimýri, með heimajörðinni
til ábúðar, og vann þar húsabæt-
ur og jarðabætur í stórum stíl.
Svo girti hann og mikið af beiti-
landi jarðarinnar ásamt túni og
engi, svo að samanlögð lengd
þeirra girðinga mun vera hátt á
12. þúsund metrar. Girðingar þær
eru 3- og 4-þættar, með undir-
hleðslu að miklu leyti.
Árið 1920 fékk Valdimar heið-
urslaun úr styrktarsjóði Kristjáns
konungs IX. Þá byggði hann fjós
úr steini yfir 6 nautgripi og haug-
hús við. Árið 1924 byggði hann
geymsluhús úr steini, 8x6 álnir.
Árið 1926 súrheystóft úr steini
fyrir átta kýrfóður. 1927 sam-
stæð hús úr steini yfir 170 fjár.
1929 byggði Valdimar bflbraut
500 metra langa með steinsteypt-
um ræsum, heim til sín, og steypti
öfluga stólpa í öll horn og hlið á
girðingum sínum í Vallanesi.
Síðastl. 5 ár hefir Valdimar
haft hálfa jörðina Kúskerpi í
Blönduhlíð til ábúðar. Hefir hann
gert þar girðingar svo miklar, að
nema mundu 8000 metrum, og
vírnetsgirðing um túnið. Munu fá-
ir bændur hafa gert lengri girð-
ingar en Valdimar í Vallanesi.
Kona Valdimars er Guðrún Jó-
hannsdóttir, bónda á Torfustöðunt