Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 68

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 68
162 Fjármagn og framfarir. [Stefnir lækka kröfur sínar til lífsnauð- synja að sama skapi. Til þessa örþrifaráðs grípa ekki nein ríki, sem vita, hvað til þeirra friðar heyrir. Það er hverri þjóð bráðnauo- synlegt, að gera sér sem ljósast, hvert er eðli fjármunanna og hvað til þess þarf, að fjármuna- aukning geti orðið. Meðan menn vaða reyk í þessu grundvallarat- riði, má búast við allskonar gönu- hlaupum í stórum málum og mikilsvarðandi, og það er því ekki um annað að gera, en að mynda sér sem allra rökfastastar skoð- anir á því. Við verðum að gera okkur ljós nokkur aðalatriði þjóð- megunarfræðinnar. Það er ekki unnt nema með því móti, að reyna talsvert á sig. Verða nú nefndir* nokkrir höfuðdrættir til leiðbein- ingar fyrir þá, sem vilja leggja á sig þá vinnu, að mynda sér rök- rétta skoðun á þýðing fjármagns- ins og fjármunaaukningarinnar fyrir þjóðarbúskapinn. [Framhald af þessum greinaflokki kemur í næsta hefti]. Heimferöarmálið. Eftir K. N. [Vestur-íslendingar hafa deilt árum saman í blöðum sínum um »heimferðarmálið« eða heimsókn sína 1930. Kristján N. Július (K. N.), gamanskáld kveöur um þessa löngu deilu, gamanvisu þá sem hér fer á eftir.J Þetta er ekki þjóðrækni og þaðan af síður guðrækni, heldur íslenzk heiftrækni og helvítis bölvuð langrækni.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.