Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Síða 10
104
Frá öðrum löndum.
[Stefnir
Þeir sem hafa aðeins litið á Ind-
land á uppdrætti yfir Asíu, hafa
litla hjugmynd um þetta ógurlega
stórveldi, sem er 4.650.000 fer-
kílómetrar, með um 317 miljón-
um íbúa. Skiftist það í fjölda
voldugra ríkja, en sameinast í
eitt keisaradæmi undir Englands-
konungi sem keisara. Hann lætur
svo Indlandskonung (Viceroy)
annast stjórnina í sinn stað.
Öflug sjálfstæðishreyfing hef-
ir verið vakin í Indlandi á síðari
áium, einkum undir forustu hins
mikla spámanns þjóðarinnar, Ma-
hatma Gandhi, en þó er langt frá
])VÍ, að Indverjar sé sammála um
þetta. Telja margir ágætustu
menn þeirra sambandið við Eng-
lendinga og yfirstjórn þeirra
nauðsynlega, því að annars muni
allt loga í innanlands-styrjöldúm
eins og áður var.
Árið 1919 lýsti brezka stjórn-
in þeirri stefnu sinni, að hún vildi
vinna að því smátt og smátt, að
Indland fengi nýlenduréttindi,
eins og t. d. Canada, og hefir
þeirri stefnu verið fylgt síðan.
í haust (31. okt.). hélt Ind-
landskonungurinn, Lord Irwin,
ræðu, þar sem hann lýsti því með
öllu berari orðum en áður hafði
verið gert, að Indland skyldi fá
nýlendluréttindi. Varð út af'yfir-
lýsingu þessari talsverður þytur,
bæði heima á Englandi og í Ind-
landi. Vildu ýmsir draga þær á-
lyktanir af ræðu þessari, að Ind-
land ætti nú þegar að fá þessi
réttindi, og ákafamenn í Indlandi
vildu þegar í stað láta setjast við
að semja stjórnarskrána. En Lord
Irwin, sem þykir ágætismaður
hinn mesti og slyngur stjórnmála-
maður, sló undan, og kvaðst að-
eips hafa verið að lýsa því, að
stefna stjórnarinnar í Indlands-
málum væri óbreytt frá 1919.
Bauð því næst brezka stjórn-
in öllum flokkum á Indlandi að
senda fulltrúa á ráðstefnu í Lund-
únum, þar sem rætt væri um sam-
vinnu milli Englendinga og Ind-
verja í því' starfi, að búa Indland
undir nýlenduréttindin.
Þjóðernisþingið í Lahore.
Síðustu vikuna í desember
héldu þjóðernissinnar þing mikið
í borginni Lahore í Punjab í norð-
vestur Indlandi. Á þingi þessu
réði Gandhi mestu. Var samþykkt
á þinginu að hafna öllum boð-
um Englendinga, bæði um ráð-
stefnu, nýlenduréttindi og allt, en
stefna beint að puran swaraj, full-
komnu sjálfstæði. Er flokkur þessi
venjulega kallaður swarajistar
(s j álf stæðismenn).