Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Blaðsíða 44
138
Hætturnar í hafdjúpunum.
[Stefnir
Það draup olía úr skipsskrokkn-
um, og þegar allt þetta hrærðist
saman, sjórinn, olían og leirinn,
varð úr því hlveg ógagnsær graut-
ur. Ljósin dugðu þeim því ekki, og
þeir urðu að starfa í kol-svarta-
myrkri. Það var ógurlegt líf. En
dag og nótt var unnið, þegar nokk-
ur tiltök voru vegna vetrarveð-
ursins. Þeir voru að reyna að
bjarga öðrum, en oft urðu þeir að
bjarga hvor öðrum, og sífellt að
berjast af alefli við að bjarga sínu
eigin lífi, því að hvert fótmál var
hættulegt.
Stundum var búningur þeirra
svo frosinn, að það varð að höggva
hann utan af þeim. Stundum komu
þeir baðaðir í svita, eftir einhverja
orustuna upp á líf og dauða.
Hjálparskipið hét s/s „Falcon“.
Á því var allur sá útbúnaður til
björgunar, sem til er, og þar var
saman komið mesta einvalalið kaf-
ara, sem nokkurn tíma hefir ver-
ið á einum stað. Þar voru um 60
úrvals kafarar, sem buðu hjálp
sína, er flotamálaráðherrann sen li
út hjálparbeiðni. Flestir voru þeir
frá flotanum sjálfum. Aðrir voru
úr varaliði flotans. Og loks komu
nokkrir annarsstaðar að. Allt voru
þetta hugprúðir menn, en ekki all-
ir jafn reyndir. Og það voru ekki
rnerna 15 af þessum 60, sem veru-
lega urðu að gagni. Sýnir það, hví-
líkt voða-starf hér var að vinna.
Jim Frazer festi krók í þung-
an hlut, sem draga átti upp. Gaf
hann merki um að taka í, en gætti
þess ekki, að líftaug hans var föst
við krókinn. Var hann því dreg-
inn með miklum hraða upp. Þrýst-
ingurinn minnkaði svo snögglega,
að hann varð að hleypa út lofti til
þess að fötin springi ekki utan af
honum. Þannig var hann dreginn
h. u. b. 80 fet.
Þá losnaði hann allt í einu og
hrapaði. Þrýstingurinn óx í skyndi
án þess að hann fengi ráðrúm til
þess að hleypa lofti inn, til þess
að taka á móti. Þrýstingurinn
„kreisti" hann og hann féll í ómeg-
in. Hann hefir lýst því sjálfur,
hvaða tilkenning hann hafði, áður
en leið yfir hann.
„Það voru ógurlegar kvalir“,
segir hann. „Það var engu líkara
en allur líkaminn ætlaði upp í höf-
uðið á mér. Eg skil ekkert í því,
að það skyldi ekki springa sundur.
Það mun hafa bjargað lífi mínu,
að talsvert vaf eftir af lofti í föt-
unum. Annars.hefði þrýstingurinn
áreiðanlega kreist öll innýflin upp
í höfuðið á mér. Eg var strax dreg-
inn upp“.
Þrír menn sköruðu fram úr öll-
um hópnum, sem þarna var sam-