Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 9
Stefnir]
Lífsskoðanir og stjómmál.
7
breytni einstaklinganna leggist
niður, sem á einhvern hátt skaðar
aðra. Innræti manna og hugsun-
arháttur gildi einu. Skipulagið
muni móta mennina og gera þá
góða, þ. e. a. s. skipulagsbundna.
öll viðleitni einstaklingsins við að
vanda framkomu sína og temja
hugsunarhátt sinn sé því fullkom-
lega óþörf, því þegar „alræði
öreiganna“ er komið á, þá skap-
ist af sjálfu sér það siðgæði, sem
þar á við. —
Þannig verður í fæstum orðum
lýst þeim lífsskoðunum, sem
Kommúnistar breiða út samfara
stjórnmálakenningum sínum. Og
eins og þær skoðanir eru byggðar
á efnishyggju, þannig eru þær
einnig ofnar grófustu þáttunum
úr þeirri „raunhyggju", sem farið
hefir sigurför um heiminn síðasta
mannsaldurinn.
Raunhyggjan í grófustu mynd
sinni birtist í öllum bókmenntum,
sem til eru orðnar fyrir áhrif
Marxismans. Þar ber mjög á
miskunnarlausri gagnrýni á öll-
um sviðum. Allt það í fari manna,
sem á rót sína að rekja til fín-
gerðari tilfinninganna, er dregið
sundur og saman í nöpru skopi.
Trúarbrögð, ástir, þjóðernistil-
finningar, fegurðarþrá í líferni eða
list leysa dýrkendur þessara skoð-
ana upp í frumefni. Þeir sjá það
eitt í þessum tilfinningum, sem
er lítilmótlegt eða ókrjálegt. Allt
það í fari manna, sem ekki verður
rakið að þörfum munns og maga,
dæma þeir barnalega flónsku aða
geðveiki.
í skáídsögum sínum lýsa þéir
lífinu þannig, að ætla mætti, að
allir menn væru í sannasta eðli
sínu varmenni og þorparar. Það
er uppáhalds-viðfangsefni þeirra
að sýna, hvernig öllum athöfnum
manna sé stjórnað af ágirn^,
grófustu kynhvöt, hatri og kvala-
þorsta. Allsstaðar þar sem menn
hafa myndað sér einhverja helgi-
dóma, vaða þeir inn á óhreinúm
skóm og ata allt auri. Trúhneigð-
in, heimilið, ættjörðin, þjóðareðl-
ið, vinnugleðin, göfuglyndi og
drengskapur, örlæti, þakklæti,
virðing fyrir mannkostum og and-
legum afrekum — ekkert af
þessu hefir fengið að vera í friði;
hin afvegaleidda raunhyggja eða
öllu heldur sjúka gagnrýni Marx-
ismans sýnir þetta allt í and-
styggilegustu skrípamyndum, er
verka þannig á hvern, sem horfir
á þær í alvöru, að honum finnst
lífið bókstaflega allt nauða-
ómerkilegt og dauð-leiðinlegt.
Þessar sömu lífsskoðanir, sem
fc?'rfast í skáldverkum Marxista,