Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 10
8
Lífsskoðanir og stjómmál.
fStefnir
skapa einnig álit þeirra og skiln-
ing á hinni sönnu sogu þ. e. sögu
mannkynsins frá fyrstu tíð. Saga
mannkynsins er í þeirra augum
saga baráttunnar um auðinn. Frá
upphafi vega, — segja þeir, —
hafa verið til tvær stéttir í heim-
inum, yfirstétt og undirstétt, sem
allt af hafa barizt um yfirráðin
yfir auðsuppsprettum jarðarinn-
ar. Hvert stórmenni sögunnar, er
einhver afrek lét eftir sig liggja,
var knúið áfram af græðgi yfir-
stéttarinnar í auð og völd. —
Að nokkur maður hafi nokkurn
tíma háð stríð vegna helgra hug-
sjcna, er gersamlega útilokað ao
þeirra dómi. Knúnir áfram af fé-
girnd hafa herkonungar leitt þjóð
gegn þjóð, unnið sigra, undirok-
að og kúgað landslýðinn, og til
þess að sætta hina undirokuðu við
áþján og ofríki, arðrán og þræl-
dóm, hafa þeir svo látið ljúga í
þá einhverjum draumórakennd-
um vaðli um ósýnileg og andleg
verðmæti, sem umburðarlyndið
og þolgæðið hefði í för með sér
og þeir ættu í vændum að njóta,
þegar lífskraftarnir væru þrotnir.
Þetta ætti nú að nægja, til þess
að sýna, hvaða lífsskoðanir það
eru, sem kommúnisminn byggist
á. Það afsannar í engu mál mitt,
þótt einhverjir kommúnistar séu
tií, sem ekki myndu vilja gangast
við þessum skoðunum í öllum at-
riðum. Það stafar þá aðeins af
því, að þeir hafa ekki þurft að
læra kverið allt til þess að trúa.
Þeir hafa getað gleypt við lof-
orðum stjórnmálastefnunnar án
þess að gera sér ljóst, upp úr
hvaða andlegum jarðvegi hún er
sprottin. — Hitt er aftur á móti
ofur-létt að sanna, að þetta eru
lífsskoðanir kommúnista, því þær
birtast í öllu, sem þeir tala og
rita, og hjá þjóð eins og Islend-
ingum, sem sýnt hefir þessari
stefnu ekki aðeins það umburðar-
lyndi, að lofa postulum hennar
og málsvörum að hafa málfrelsi
og ritfrelsi, heldur hefir blátt á-
fram dekrað við þá, — mér ligg-
ur við að segja, — á alla lund, —
hjá slíkri þjóð eru megindrættir
kommúnistiskrar lífsskoðunar svo
að segja hverju barni kunnir.
En nú mætti spyrja: Eru þá
þessar lífsskoðanir séreign kom-
múnista? — Mundu ekki aðrir
stjórnmálaflokkar í landinu geta
fallizt á þær? — Sumir munu, ef
til vill segja, að svo sé ekki. Og
er nú rétt að athuga það mál, áð-
ur en lengra er haldið.
Við Sjálfstæðismenn þykjumst
oft verða þess varir, að í raun og
veru eigist hér að eins tveir flokk-