Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 14
12
Lífsskoðanir og stjórnmál.
[Stefnir
möguleikunum til að eignast heil-
brigða og eðlilega lífsreynslu. —
Þetta er náttúrlega engin almenn
regla, en það gefur mér afsökun
fyrir þá njenn, sem aldrei hafa
reynt fátækt, er eg heyri þá tala
um mannlegt líf eins og flón.
Nei, eg vil játa, að eg vil vernda
einstaklingsfrelsið, af því mér er
það heilagt mál. Eg hefi þá skoð-
un, að mannveran á jörð sé ekki
eins ómerkilegt fyrirbrigði eins
og ýmsir vilja halda fram. Eg er
þeirrar skoðunar, að við eigum ó-
dauðlega sál, sem sé alls ekki
sama, hvernig farið er með. — Og
eg er þeirrar skoðunar og tel þá
skoðun full-vel rökstudda af því,
sem menn vita um þróun lífsins
og sögu mannkynsins, að það er
búið að kosta ekki svo lítið um-
stang að gera mennina að því,
sem þeir eru. — Eg vil benda á
þá líffræðilegu staðreynd, að því
hærra í þróunarstiganum, sem ein
líftegund er sett, því fjölbreytt-
ari og sérkennilegri eru einstak-
lingarnir innan sömu tegundar,
og mest er fjölbreytnin meðal
mannanna. Eg vil benda á það, að
innræti manna er ennþá fjöl-
breyttara en nokkru sinni andlits-
fall þeirra, en innræti manna
nefni eg hneigðir þeirra og þrár,
vonir þeirra og metnaðarmál,
smekk þeirra og dómgreind gagn-
vart öllum hlutum. Eg vil benda
á þá alkunnu staðreynd, að hver
maður er ánægðastur, þegar hann
er að leysa þau verkefni, sem
hann hefir valið sér sjálfur, án
þess að vera knúinn til þess af
kringumstæðunum þ. e. a. s. öðr-
um mönnum. Eg vil benda á þá
staðreynd, að menn, sem aldrei
fá að njóta frelsis, hætta að vera
menn en þokast niður á sama stig
sljóleikans og vanaþrældómsins,
sem húsdýr standa á. Eg vil
benda á þá staðreynd, að hverri
mannveru er meðfæddur metnað-
ur, sem nýtur sín aðeins í sem
frjálsastri samkeppni og að af
samkeppninni leiðir sú stæling
persónuleikans, sem allar fram-
farir byggjast á bæði hjá einstak-
lingum og þjóðum.
Allar þessar staðreyndir, og
fleiri mætti telja, hafa komið
mér á þá skoðun, að það þjóð-
skipulag sé skaðlegt, sem heftir
frelsi einstaklingsins og dregur úr
metnaði hans og framtaki.
Hins vegar vil eg ekki láta telja
mig til þeirra, sem líta á núver-
andi þjóðskipulag sem gallalaust
og fullkomið fyrirkomulag. Nei,
auðvitað er það gallað. Það er að-
eins þrep, sem menn hafa komizt
upp á og verða að standa á, þang-