Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 18
16
Lífsskoðanir og stjórnmál.
[Stefnir
að fyrirgefning hafi því aðeins
siðferðilegt gildi, að hún sé einka-
mál. Það á enginn með að fyrir-
gefa í umboði annara. Fyrirgefn-
ing í stjórnmálum getur því tæp-
lega komið til greina. En með víð-
sýni og mildi skyldi þó um alla
hluti dæmt, og getur Sjálfstæðis-
flokkurinn haft góða samvizku í
því efni.
Einhverjum kann nú að þykja,
að mál mitt sé komið all-mjög á
víð og dreif. En eg hefi þá afsök-
un, að mér er það fullljóst, að
það er nýjung nokkur innan þessa
flokks, að mál hans séu rædd á
þeim grundvelli, sem eg hefi nú
gert. En tilgangur minn er að
leitast við að sýna, að eins og nú
er komið málum þessarar þjóðar,
verður ekki lengur hjá því sneitt
að veita lífsskoðunum fólksins
fulla athygli og sýna þeim fulla
rækt. Gagnvart þeim öflum, sem
Sjálfstæðisflokkurinn á nú að
berjast, hefur hann sig ekki til
vegs og varanlegra valda, ef það
er sannanlegt, að hann berjist ná-
kvæmlega eins og hinir flokkarnir,
— aðeins vegna fjárhagslegra
markmiða. Sigur þessa flokks og
varanleg völd geta á því einu
byggzt, að það sýni sig, að þetta
sé flokkur þeirra manna, sem
meta lífið siðferðilegu mati, að
þetta sé flokkur þeirra manna,
sem hafa vakandi meðvitund um,
að lífinu fylgir alvarleg ábyrgð,
að þetta sé flokkur þeirra manna,
sem berjast fyrir frelsi og rétti
einstaklingsins, af því sérhver
mannvera er eilíf stærð í alheim-
inum, að þetta sé flokkur, sem
byggir stefnu sína á heilbrigðum
lífsskoðunum og fylgir því mál-
um sínum fram af fullri einurð og
alvöru.
Það er eflaust gott fyi'ir þenn-
an flokk að geta sýnt það og sann-
að, að ráðstafanir hans og tillög-
ur í fjármálum — atvinnumálum
og verzlunarmálum — séu far-
sælar og viturlegar, og að flokk-
urinn hafi á að skipa beztu fjár-
málamönnum þjóðarinnar. Það
eru eflaust veigamikil meðmæli
í augum margra, því víða gildir
sú regla, að atkvæðið og pyngjan
séu eitt. En myndu ekki líka vera
margir, sem helzt munu vilja
fylgja þeim flokki, sem hefði sýnt
það, að hann setti sér háleitari
markmið en hinir flokkarnir?
Myndu ekki vera til margir
menníþessu landi, sem vilja helzt
fylgja þeim stjórnmálaflokki að
málum, sem metur manninn meira
en pyngjuna?