Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 19
STJÓRNMÁLAÞÆTTIR
INNGANGUR.
Byirjað árið 1924.
í yfirliti því, sem hér fer á eft-
ir, verður saga málanna yfirleitt
ekki rakin nema frá árinu 1924,
nema nauðsynlegt sé vegna yfir-
lits. Ástæðan til þessa er sú, að
á því ári myndast fyrst sú flokka-
skipun, sem haldizt hefir síðan,
og tilgangurinn með yfirliti þessu
er sá, að gera upp á milli núver-
andi flokka að svo miklu leyti,
sem það er hægt með sögulegu yf-
irliti.
Fyrir árið 1924 er ekki hægt að
leggja ábyrgðina á neinn ákveð-
inn flokk eða færa neinum á-
kveðnum flokki þakkirnar. Frá
1917 eru hér samsteypuráðuneyti,
upphaflega knúin fram af sér-
stökum þörfum ófriðaráranna, en
síðan viðhaldið vegna þess, að
gamla flokkaskipunin riðlaðist
þegar sambandsmálið var leyst
1918. Gamla flokkaskiftingin var
miðuð við þetta eina mál, og það
þurfti nokkur ár til þess, að ný
flokkaskipun myndaðist um inn-
anlandsmál. Enda myndi rann-
sókn á því leiða í ljós, að nýja
flokkaskipunin fer ekki nema að
litlu leyti eftir þeirri eldri, þann-
ig, að sömu menn fylgist að í
flokkum. Þegar reynt er að eigna
flokkum þeim, sem nú starfa,
frumkvæði að samþykt einstakra
mála fyrir 1924, kemur það jafn-
an í ljós, að hér er að ræða um
starf einstakra manna, sem ýmist
voru þá utan flokka eða í flokk-
um, sem þá voru smáhópar aðeins
og að ýmsu leyti ólíkir því, sem
þeir hafa síðan orðið. Alþýðu-
flokkurinn fékk fyrst mann inn
á þing 1921 — einn aðeins, og
Framsóknarfl. eða ,Vinstrimenn‘
eins og þeir kölluðu sig oftast, var
upphaflega ekkert annað en sam-
tök þingbænda um það, að fyigja
2