Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 20
18
Stjómmálaþættir.
[Stefnir
fram sínum sérstöku áhugamál-
um, án þess að hafa að öðru leyti
áhrif á afstöðu þessara þing-
manna til flokka. Mætti líkja því
við það, að þingmenn þeir, sem
eru bindindismálunum fylgjandi,
gerðu með sér bandalag um þau
mál, en héldu að öðru leyti áfram
að vera í pólitísku flokkunum. —
Þannig var það og með Framsókn
á fyrri árum flokksins. Þingmenn
hans héldu áfram að vera heima-
stjórnarmenn eða sjálfstæðis-
menn í hjarta sínu og framkomu,
og þegar í það fór, að gera flokk-
inn beinlínis pólitískan, klofnaði
úr honum mjög mikið af fylgi. En
það voru þeir menn, sem höfðu
skilið hlutverk flokksins rétt: að
hann væri pólitísk samtök bænda
á þingi. Þarf ekki annað en líta á
fulltrúa þá, sem mættu á þing-
vallafundi í júní 1919 til þess að
sjá nöfn sumra þeirra manna, sem
fyrstir sáu gegnum vefinn.
Þessi ruglingur milli flokka
kemur líka vel í ljós, ef athugað
er, hverjir fóru með völd á þess-
um árum. í ráðuneytum 1917—
1924 voru þessir menn: Jón Magn
ússon, Sigurður Jónsson frá Ysta-
felli, Björn Kristjánsson, Sigurð-
ur Eggerz, Pétur Jónsson, Magn-
ús Guðmundsson, Klemens Jóns-
son og Magnús Jónsson. Ef farið
er að skipa þessum mönnum í
þá flokka, sem síðan 1924 hafa
starfað, sést, að 4 af þeim eru
Sjálfstæðismenn og 4 Framsókn-
armenn, og ættu því lof og last
af stjórnarfari þessara ára að
koma jafnt á reikning beggja
þessara flokka. — Eftir gömlu
flokkaskipuninni voru víst 4
heimastjórnarmenn, JM., PJ., KL
J., SJ., 2 sjálfstæðismenn, BKr.
og Sig.E. MG. var utan gömlu
flokkanna, en MJ. var þá er-
lendis, er eldri flokkarnir störf-
uðu. — Má af öllu þessu marka
glundroðann, sem þá var á flokka
pólitíkinni, og hve- ómögulegt, og
villandi það er, að draga álykt-
anir af stjórnmálum þessara tíma
um framferði flokkanna eða
stefnur þeirra.
Yfirlit síðan 1924.
Árið 1923 fóru fram kosningar.
Þá var fjármálum ríkisins mjög
illa komið. Framsóknarflokkur-
inn var þá að sækja í sig veðrið
og orðinn rammpólitískur flokk-
ur. Fjárkreppan og vandræði'
undanfarinna ára höfðu einnig
blásið lífi í þann flokk, sem jafn-
an nærist á þeirri heillafæðu, Al-
þýðuflokkinn. Fundu menn þá,
að þörf var á, að gætnari menn
gengju saman í flokk, og gengu