Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 23
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
21
ar tölur Landsreikninganna. Það
er því bezt, að lofa þeim að tala,
þessum þurru og hlutlausu tölum.
Árið 1923 er fjárhagur ríkis-
ins kominn 1 megnustu óreiðu.
Undanfarin ár hafði ríkisbúskap-
urinn verið rekinn með sífeldum
halla, svo að komið var á annar
tug miljóna (11.3 miljónir 1920—
1923). Þetta leyndist mönnum
vegna þess, að greiðsluhalli ár-
anna var jafnaður með lántökum
(um 11/2 miljón) og með því að
láta ýmiskonar innborganir verða
að eyðslueyri. Innborganir lands-
verzlunarinnar voru t. d. látnar
ganga í þessa eyðslu, en skuldin,
sem ríkissjóður hafði stofnað
hennar vegna stóð eftir. Skip var
selt og andvirði þess eytt 0. fl. Úr
landhelgissjóði voru teknar 240
þúsundir o. s. frv.
Halli síðasta ársins varð á
rekstrarreikningi nærri 2V4 milj-
ón, og voru þó verklegar fram-
kvæmdir stöðvaðar. 1 sjóði um
áramót 1923—’24 var aðeins rúm
hálf önnur miljón og þar af að-
eins 60.000 handbært fé. Skuld-
irnar samkv. landsreikningi voru
18.062.611, ef reiknaðar eru,
í þeim gjaldeyri, sem lánin voru
tekin í, eins og gert var í Lr., en
um 22.000.000 ef reiknaðar voru
í íslenzkum gjaldeyri. Af þessu
voru um 4.000.000 kr. lausa-
skuldir, þ. e. víxlar í bönkum og
aðrar skuldir, sem krefja mátti
með litlum fyrirvara. Krónan var
fallin stórkostlega (um stund nið-
ur úr hálfvirði) og lánstraust
landsins þannig komið, að þegar
Landsbankinn tók lán í Englandi
með ríkissjóðsábyrgð í ársbyrjun
1924 var þess látið getið, að Is-
lendingum þýdddi ekki að fara
fram á lán fyrst um sinn.
Svona var aðkoman fyrir 1-
haldsflokkinn, þegar hann tók við
stjórn með stuðningi Sjálfstæðis-
flekksins á þinginu 1924. Nafn
flokksins 0g stefnuskrá mótaðist
líka algerlega af þessu. Flokkur-
inn var stofnaður fyrst og fremst
til þess, að reyna að stöðva fjár-
hagshrunið. Um árangurinn af
því starfi tala þessar tölur lands-
reikningsins sínu skýra máli:
Árið 1924 varð tekjuafgangur
á rekstrarreikningi í fyrsta sinn
um langt skeið. Hann nam 1V4
miljón kr. — Borgaðar voru af
lausaskuldunum auk samnings-
bundinna afborgana um 758.000
kr. Sjóður hækkaði í 2V2 miljón
kr. Skuldir lækkuðu í liðl. 16 V>
miljón kr. — Vaxtabyrðin, arf-
urinn frá óstjórninni, var afarerf-
iður þröskuldur á viðreisnar-
brautinni. Hún nam þetta ár yf-