Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 26
24
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
1931 er kreppan skollin yfir
og það segir til sín í rýrnun u
tekjunum. Þær verða þetta ár
14.959.177 kr. Þetta eru þó með
hæstu tekjum, sem komið hafa í
ríkissjóðinn. En nú var ekki hægt
um vik, eins og búið hafði verið
í haginn. Enda urðu gjöldin
17.207.852 kr. og greiðsluhallinn
er því 2.247.675 kr.. Vaxtabyrðin
er orðin gífurleg, eða 1.219.135
kr. Sjóður um áramót lækkar enn,
úr rétt að segja 3 miljónum, niður
í tæpl. 11/4 miljn.
Þesi dæmalausa fjármálastjórn
verður enn svartari þegar athug-
uð eru ummæli og loforð Fram-
sóknar fyrir kosningarnar 1927.
Menn hafa nú séð það af tölunum
hér að framan, hvemig Sjálfstæð-
ismenn héldu á fjármálunum
1924—1927. En um það segir í
Tímanum, 26. maí 1927, til þess
að nefna eitt dæmi: „Nú getur
það engum dulist lengur, að eigi
áfram að stýra fjármálum þjóð-
arinnar, svo sem stýrt hafa nú-
verandi valdhafar, þá má telja
alveg vísa f járhagslega glötun Is-
lands framundan". (Feitletrað í
blaðinu!) Síðan segir: „Annað-
hvort er nú að láta staðar numið
og hætta að safna skuldum, eða
þá að vonlaust eða vonlítið má
kalla að standa við að borga
skuldimar“. Og svo er bent á ráð-
in. Tvent þarf að gera, að minnka
eyðsluna, bæði hjá einstakling-
unum og á þjóðarbúinu, þ. e. að
hætta að lifa yfir efni fram og
breyta um stjórnarfar. Greinin
heitir: „Af ávöxtunum" og endar
þannig: „Ætli þeir verði margir
í haust skattborgararnir íslenzku,
sem óska eftir fleiri ávöxtum af
þessu tægi?“
Það er því ekki hægt að afsaka
fjármálastjórn Framsóknar með
því, að þeir hafi ætlað sér að eyða
fénu svona gegndarlaust, og geng
ið til kosninga upp á það. Nei, þeir
eru beinlínis kosnir af „skattborg-
urunum" upp á það, að vera enn
sparsamari. Skyldu nokkurn-
tíma, nokkurir menn í nokkru
landi hafa gert öllu lakari „kaup“
en íslenzku kjósendumir 1927?
Samanburður 1924—'27
og 1928—’'31.
Samanburður á þessum tveim
tímabilum, 1924— 27 og 1928—
’31 liggur mjög nærri, og er eðli-
legur, þar sem þessi tímabil eru
spegilmyndir fjármálavits þeirra
aðalflokka, sem enn keppa í land-
inu, annarsvegar Sjálfstæðis-
flokksins, og hinsvegar samein-
aðra Framsóknarmanna og Al-
þýðuflolcksins. Þennan saman-