Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 28
26
ættu menn að skoða í ljósi þeirra
•orða, sem tilfærð voru hér að
íraman úr Tímanum, -um það bil
sem stjórnarskiftin urðu.
Líkt verður ofaná, efþessimæli-
kvarði er lagður á skuldirnar, Á
fyrra tímabilinu lækka þær, að
viðbættri sjóðsaukningu um 8.4
jniljónir, en hér hækka þær, að
viðbættri sjóðsrýmun, um 14.2
miljónir. Þetta munar hvorki
meira né minna en 22.6 miljón-
um!
Ef vonlaust var að standa undir
fyrri byrðinni, hvað skal þá segja
um síðari byrðina? Og hvað
skyldu „skattborgaramir ís-
lenzku“ nú segja? Skyldu þeir
„óska eftir fleiri ávöxtum af
þessu tægi?“
Þá er líka vert að minnast þess
í þessu sambandi, að Jónas Jóns-
son bar fram á þingi 1927 tillögu
um sparnaðarnefnd(!!), því að
bráðum færu allar ríkistekjurnar
að fara í laun, og það, að standa
straum af skuldunum (!!).
Eins og öllum þeim er kunnugt,
sem nokkuð hafa fylgst með í
landsmálaumræðum, hafa deilur
miklar staðið um ríkisskuldirnar.
Má þetta vera ýmsum undrunar-
efni, því að ekki ætti að leika
vafi á um þetta efni. En það, sem
[Stefnir
ruglingnum veldur er aðallega
tvennt:
Annað er það, að Framsókn
gerði samanburð fyrri og síðari
ára ógreiðari, með því, að breyta
framtalsreglunum, eins og síðar
verður um getið.
Hitt er það, að menn greinir á
um, hvernig flokka beri skuldirn-
ar. —
Til þess að sneiða hjá öllum
þessum deilumálum, er því hand-
hægast að líta aðeins á vaxtabyrði
ríkissjóðs.Hún er ólýgnastur vott-
ur um það, hvað þungt skuldirn-
ar hvíla á ríkinu, þó að hún sýni
ekki allt. Vaxtabyrðin hefir ver-
ið þessi (hækkun eða lækkun
vaxta kemur yfirleitt ekki fyr en
árið eftir að skuldin hefir verið
stofnuð eða borguð) :
1924 kr. 1.238.817
1925 — 1.010.917
1926 — 710.409
1927 —- 701.560
1928 — 696.451
Hér er um stöðuga lækkun að
ræða, og er það sýnilegur vottur
þess, að á þessum árum var ver-
ið að lækka skuldir, allt til og
með 1927. Lang mest segir þó til
við hina stórkostlegu afborgun
1925.
Stjórnmálaþættir.