Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 35
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
33
þessa sjást í skaplegri meðferð
fjármálanria síðan, samfara
kraftleysi stjórnarinnar í því að
færa gjöldin í það horf, sem getu
þjóðarinnar er nauðsynlegt. Fjár-
kreppan mun og nokkru valda
um það, að ekki hefir verið eins
hægt að sóa. En mestu mun þó
það hafa vajdið, að Jónas Jónsson
er nú farinn úr stjórninni.
Ein af „umbótum" Framsókar-
stjórriarinnar var breyting á rík-
isbókhaldinu, eins og getið hefir
verið um. En ekki tókst það þó
betur en svo í byrjun, að yfir-
skoðunarmenn urðu að gera
þungorðar athugasemdir um það.
Ekki er t. d. hægt að sjá, hvað á
að vera í sjóði, og er þá lykkju-
fall þar, sem sízt skyldi. Þannig
höfðu t. d. gleymst færslur, er
jnámu nærri því 10 þúsundum
samtals, án þess að vart yrði í
sjóði. — Þá hefir stjórnin enn
greitt sama embættismanni og
áður laun umfram embættistekj-
ur, og nú bætt við öðrum (göml-
um frambjóðenda flokksins) með
1,150 kr. umfram lögmælt laun.
— Þá eru hér athugasemdir um
fjárdráttinn við útvarpið, sem
flestum er kunnugt um.
Stjórnarframkvæmdir og lán.
Fjármálastjórn Framsóknar og
sósíalista, er með þeim ódæmum,
að sama er hvernig því máli er
velt, alltaf er sama útkoman.
Nefnum til dæmis:
Á fjórum árum fékk stjórnin
nokkuð á 17. milljón um fram á-
ætlaðar tekjur. Á þessum árum
var ráðist í ýmsar fjárfrekar
framkvæmdir, en það er ein-
kennilegt, að þrátt fyrir þessar
gífurlegu umframtekjur þarf
stjórnin að taka lán til allra hluta.
Má þar nefna
Síldarbræðslust. Lán 1.300.000
Landsspítali. Lán 847.000.
Útvarpsstöðin. Lán 700—800.
Símastöðin. Lán 1.200.000.
Arnarhvoll. Lán 351.000.
Súðin. Lán 231.000.
Reykjatorfa. Lán 70.000.
Litlahraun. Lán 50.000.
Stofnfé Landsb. Lán 3.000.000.
Búnaðarb. Lán 3.600.000.
Útvegsbankinn. Lán 4.500.000.
Þessi ár voru ríkistekjurnar
alls 62.2 milljónir. Sjálfstæðis-
menn höfðu notað á ári til allra
hluta, ef frá eru teknar alveg
sérstæðar afborganir skulda
(lausaskuldir um 4.0 millj.) um
11.7 milljónir á ári, eða alls um
46.9 millj. Ef lagt er fyrir aukn-
ingu þannig, að þessi fjárhæð sé
hækkuð í 50 milljónir, verða þó
eftir liðl. 12 milljónir, eða lang-
3