Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 39
Stefnir]
St jórnmálaþættir.
37
settar í 15 % flokkinn margar vör-
ur, sem áður höfðu verið undan-
skildar verðtolli, svo sem t. d.
skófatnaður.
Enn var samþykktur veitinga-
skattur, 10%.
Og loks bar svo fjármálaráð-
herra fram tekju- og eignaskatts-
frumvarp, sem óhætt má segja að
hefði stöðvað flest fyrirtæki ef á
hefði komist. 1 því frumvarpi var
tekjuskatturinn hækkaður um
40%—100% og eignaskatturinn
um 150%. Frumvarp þetta féll,
en sett var í staðinn inn ákvæði
um 40% hækkun á tekju- og
eignaskatt, og auk þess 25%
gengisviðauki á kaffi og sykur-
tolli.
Þessar skattahækkanir áttu
sammerkt við önnur lög af svip-
uðu tægi á síðari árum í því, að
engar eða svo sem engar áætlanir
eru látnar fylgja. Það er því ekki
auðvelt að segja, hve miklum
byrðum hefir með þessu verið velt
á landsmenn. En gallinn er sá, að
gjaldgetan er orðin lítil, og þá
hætta nýir skattar að gefa tekj-
ur.
Hér hefir nú verið talið það,
sem samþykkt var á þinginu 1933,
en að telja allt það, sem fram
kom er þýðingarlítið, nema þá
helzt sem mynd af skattaæðinu.
Stórfeld hækkun á tekju- og
eignaskatti kom í þrennu lagi, og
var frumvarp fjármálaráðherra,
sem áður er nefnt, lang vægast
þeirra! Stóríbúðaskattur og há-
leiguskattur komu í tvennu lagi.
Orðuskatt Vilmundar Jónssonar
tekur ekki að nefna. En alla vit-
leysuna kórónar þó hámarks-
launafrv. Jónasar frá Hriflu.
Það gekk út á það, að það sem
menn hefðu í tekjur fram yfir
8000 krónur skyldu þeir borga
í ríkissjóð. Er höf. að velta því
fyrir sér í greinargerð frum-
varpsins, hvað það muni gefa í
ríkissjóð á þeim þremur árum,
sem það átti að vera í gildi, og
kemst náttúrlega að þessari vana-
legu niðurstöðu, að ómögulegt
sé að áætla það. En í þessu eina
tilfelli var alveg óþarfi að gef-
ast upp við áætlunina, því að hver
skynsamur maður sér á augabili,
hvað lög, sem þessi, hefðu gefið
í ríkissjóð. Þau hefðu ekki gefið
einn eyri! Því að hver myndi kæra
sig um meira en 8000 krónur í
tekjur, ef hann ætti að borga allt
sem er þar fram yfir?
Jafnvel Jónas hefir ekki treyst
sér til að bera þessa vitleysu
fram aftur, og kveður þá rammt
að!
Þetta skattafargan, sem þó