Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 41
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
39
útgáfuréttinn að mestu leyti sjálf-
ráðir, allir fengu lán og fé var í
hrúgum í hvers manns höndum.
Þetta orsakaði auðvitað stórkost-
legt verðfall peninganna (verð-
hækkun vara). Komst við þetta
stórkostlegt ósamræmi á pen-
ingagildið í löndunum, en á hinn
hóginn var haldið dauðahaldi í þá
firru, að dönsk og ísl. króna ættu
og hlytu að hafa sama gildi. Þetta
tæmdi alveg greiðslugetu lands-
ins. íslandsbanki, sem átti að ann-
ast yfirfærslurnar, komst í þrot
og nú skiftust menn í flokka um
það, hvað gera ætti. Einfeldning-
arnir kenndu bankanum um allt
og töldu aðal hjálpræðið vera
fólgið í því, að skamma hann, en
aðrir fóru að reyna að greiða úr
vandræðunum. Sú saga er of löng
til þess að rekja hana hér. En
kjarninn í þeim ráðstöfunum, sem
þá voru gerðar var sá, að skjóta
inn í bankann, með auknu hluta-
fé eða lánveitingu, því sem þurfti
til þess að hann gæti haldið á-
fram að fleyta þeim fyrirtækjum,
t. d. útgerðinni, sem á honum
hvíldu, en nota á hinn bóginn
tækifærið, sem nú bauðst til þess
að ná seðlaútgáfuréttinum af
bankanum og færa hann til
Landsbankans. í þessu skyni fékk
Islandsbanki bróðurpartinn af
enska láninu 1921 (£ 281,000 af
£ 500,000) til láns, en átti að af-
henda seðlaútgáfuréttinn eftir
settum reglum. Er ekki ósenni-
legt, að þetta hefði getað lánast
nokkurnveginn, með stuðningi og
velvilja eftir því sem við þurfti,
ef menn hefðu verið samtaka um
þetta mikla velferðarmál. En því
fór mjög fjarri. I blöðum og á
þingi dundu í sífellu á bankanum
ásakanir og árásir, sem að vísu
var hrundið, en orsökuðu sífelt
vantraust á bankanum. Tók þó
út yfir á þingi 1923. Þá komu
fram tillögur um rannsóknar-
nefnd á bankann, fyrirspurnir um
hlutaeign alþingismanna í bank-
anum, kostnað við stjórn og eftir-
lit með bankanum, skifting veltu-
fjár o. fl., sem allt var gert til
þess að kynda ófriðareldana utan
um þessa stofnun, þar sem flestir
þræðir og taugar viðskiftalífsins
mættust, svo að hver skaði, sem
gerður var, hlaut að koma fram
á atvinnurekstri landsmanna. Og
alltaf var látið svo, sem hér væri
verið að berjast um hag útlendra
hluthafa, en allt væri þetta óvið-
komandi landsmönnum sjálfum.
Það var gamli leikurinn tröll-
skessanna, sem hentu milli sín
fjöregginu, sem hér var leikinn,
ábyrgðarlaust og fíflslega