Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 44
42
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
En nú kom þegar í ljós, að við
völdin sat stjórn, sem ekki var
vaxin þessu vandamáli. Fjár-
málaráðherrann, Einar Árnason,
kvað lítil vandræði vera á ferð-
um. Landsbankinn gæti tekið við
öllum ,,heilbrigðum“ viðskiftum
íslandsbanka, sem náttúrlega var
eklcert nema vitleysa, og út á við
myndi lokun bankans aðeins
styrkja lánstraust þjóðarinnar,
sem náttúrlega var enn meiri
fjarstæða. — Hundruð atvinnu-
rekenda og þúsundir sparifjár-
eigenda áttu nú að færa pólitíska
hatrinu fórn sína. Með tillögu
Jóns voru greidd 18 atkvæði, en
22 þingmenn sátu hjá, og þar með
formaður bankaráðs íslands-
banka, forsætisráðherrann Tr.
Þórhallsson, og Halldór Stefáns-
son, einn af bankaráðsmönnun-
um, sem daginn áður höfðu und-
irritað hjálparbeiðnina og stílað
tillögurnar!
Morguninn eftir var svo bank-
inn ekki opnaður. Og sama dag
komu fram tvö frumvörp um
bankann. Var annað frá Sjálf-
stæðismönnum. Eftir því átti ríkið
að taka forgangshluti í bankan-
um, 3 miljónir króna og ábyrgj-
ast innlánsfé og fé í hlaupandi
viðskiftum; allt að því tilskildu,
að aðgengilegir samningar næð-
ust við erlenda skiftamenn bank-
ans um framhald viðskiftalána.
Eldra hlutaféð átti að meta og
færa niður eftir því mati.
Jafnframt kom svo frumvarp
frá stjórninni, sem sýndi, hvaða
úrræði stjórnin hugsaði sér í
þessu gífurlega vandamáli. Frv.
var um það, að taka Islandsbanka
til skiftameðferðar, gera hann
gjaldþrota og skipa þriggja
manna skilanefnd til að annast
þetta. Ríkið átti að taka ábyrgð
á seðlum bankans, sem í umferð
eru við upphaf skiftameðferðar-
innar.
Þarna lá þá málið fyrir. Ann-
arsvegar tilraunir til þess að firra
þjóðina mesta fjárhagsvoða, sem
yfir hana hefir komið, hinsvegar
ekkert nema dauði og tortíming
og allar þær ógnir, fjárhagshrun,
atvinnuleysi, lántraustspilling og
eymd, sem hlaut að fylgja starfi
þessarar skilanefndar, sem átti
að keyra tugi miljóna úr umferð
hér á landi, kalla það inn með
harðri hendi úr fyrirtækjum og
senda það til erlendu kröfuhaf-
anna.
Sjálfstæðismenn tóku það skýrt
fram, að þó að þeir veldu þessa
leið, sem í frumvarpi þeirra var
farin, væri þeir þess albúnir, að
taka höndum saman við hvern