Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 45
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
43
þann, sem bent gæti á aðrar leiðir
líklegri til samkomulags, eins og
þeir sýndu síðar.
Báðum þessum málum var svo
vísað til sérstakrar nefndar.
Eins og kunnugt er, hafa sósí-
alistar jafnan verið hatursmenn
Islandsbanka. Kom þetta nú í
ljós. Vitið og velvildin virtist vera
svipuð og hjá Tímamönnum, en
vegna þess, hve fáir þeir eru,
finnst þeim eins og engin ábyrgð
hvíli á sér, og eru að því leyti enn
fjarlægari réttu í slíkum málum
sem bankamálinu. Þetta kom í
ljós þegar á lokaða fundinum.
Vildu þeir ekki heyra annað en
bankanum væri lokað þegar í
stað.
Nefndin fór sér hægt, hélt fáa
fundi og stutta, og vildi draga
málið á langinn. Samtímis fóru
að koma skeyti frá útlöndum, frá
Sv. Björnssyni sendih., bankastj.
Hambrosbanka og Sir Eric Ham-
bro og fleirum, og öll á einn veg,
að það yrði mjög alvarlegt fyrir
ísland, ef bankinn hryndi.
10. febr. var nefndaráliti um
bæði frv. útbýtt, og þarf ekki að
lýsa því, hvernig þau voru. H\or-
ir mæltu með sínu, og sósíalistinn
með Framsókn. Var svo l'rv,
Sjálfstæðismanna fellt eftir harð-
ar rimmur, sama dag. — Hitt frv.
var aftur á móti með atkvæða-
magni keyrt til efri deildar þann
12. febr.
Um þær mundir sem frum-
vörpin komu úr nefnd, fór að
bera á því, að Framsóknarflokk-
urinn væri ekki sammála. Ásgeir
Ásgeirsson og nokkrir þingmenn
með honum, sáu missmíði á þessu
flani stjórnarinnar, og við það
tók málið nýja stefnu.
Eftir 2. umræðu bar fjármála-
ráðherra fram breytingartillogu
um það, að fresta mætti upphafi
skiftameðferðar til 1. mars. Þau
boð fylgdu með, að þennan tíma
ætlaði hann að nota til þess að
láta fram fara nýja rannsókn á
bankanum, og var þetta fyrsta
hikið, sem kom á stjórnina í þcssu
máli. Var það náttúrlega sj,m-
þykkt.
Það var nú mjög undarlegt. og
sýndi hvað úrræðaleysið cg hug-
myndafátæktin var mikil hjá
stjórninni, að hún skyldi ekki
þegar í stað láta hefja nýja rann-
sókn á bankanum, úr því hún vé-
fengdi fyrri skýrsluna. — Nú var
búið að bíða hjer um bil 10 daga
eða jafnlangan tíma og nefndmni
var ætlaður til starfans. — Sann-
leikurinn var sá, að þessi nýja
skoðun var ekkert annað en
skálkaskjól fyrir stjórnina til