Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 47
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
45
hraðað þar svo að ekki næmi
nema tveim dögum, og fór málið
til 3. umr. 19. febrúar.
Þar kom svo stanz á það.
Varð nú að bíða úrslita af
störfum matsnefndarinnar, og til-
raunum bankans að afia sér
hlutafjár. Munu oft hafa verið
háðir allsnarpir flokksfu.idir í
Framsóknarflokknum um þessar
mundir, og stundum verið ágjafir
miklar á fleytunni.
Og svo kom niðurstaða rann-
sóknarnefndarinnar, bráðabirgð-
arálit, undirritað 25. febrúar. —
Sýndi það útkomu þannig, að
bankann átti að vanta um 3*4
miljón á það, að eiga fyrir skuld-
um. Birti Tíminn þetta álit á
augabili. Því var útvarpað og
allt gert til þess að koma því sem
víðast. En þessi skýrsla var vill-
andi. Þetta var aðeins bráða-
birgðayfirlit, en vantaði skýring-
ar nefndarinnar. En þær breyttu
þessari niðurstöðu svo, að mjög
nærri kom fyrra matinu. Var nú
alveg augljóst, að eftir að slík
skýrsla var komin frá nefnd, sem
vita mátti, að hefði metið bank-
ann eins stranglega og frekast
var unnt, eftir að safnast hafði
stórfé innanlands í hlutafé og
eftir að horfur voru orðnar á því,
að viðunandi samningar næðust
við erlenda kröfuhafa um hluta-
fé, tryggingarfé og rekstrarlán,
gat ekki komið til mála annað en
endurreisa bankann. — Að sam-
þykkja eftir allt saman þetta blá-
kalt gjaldþrotafrumvarp hefíji
verið hreint og beint glæpsamlegt
athæfi. En ekki sáust enn horfur
á því, að stjórnin ætlaði að taka
þessum sjálfsögðu afleiðingum.
Þá brast loksins þolinmæði
þeirra í stjórnarliðinu, sem bjarga
vildu málinu. 27. febrúar báru
þrír þeirra fram frumvarp um
Verzlunar- og útvegsbanka ís-
lands. Eftir því átti ríkissjóður
að leggja Islandsbanka 3 miljónir
króna í forgangshlutafé gegn
þeim skilyrðum, að að minnsta
kosti 2]4 miljón króna í
forgangshlutafé kæmi ann-
arsstaðar frá, að póstsjóður Dana
léti inneign sína hjá Islandsbanka
sem tryggingarfé, að samningar
næðist við aðalskuldheimtumenn
Islandsbanka erlendis og að eldra
hlutaféð verði afskrifað eftir
mati. Frá 1. jan. 1931 átti bank-
inn að skifta um nafn og heita
upp frá því Verzlunar- og útvegs-
banki íslands. — Bak við þetta
frumvarp stóðu að minnsta kosti
3 Framsóknarm. auk fltunings-
mannanna, og Sjálfstæðism. stóðu
að sjálfsögðu við loforð sín um