Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 55
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
53
kaupdeila við Eimskipafélag Is-
lands. Félagsstjórnin færði tví-
mælalaus rök fyrir því, að félagið
mætti ekki við hærra kaupgjaldi,
ef það ætti að geta staðist. Stóð í
þaufi um þetta. En þá skarst
stjórnin í málið og fékk komið á
samningi til .15 mánaða þar sem
kaupið var hækkað þannig, að
ríkissjóður lagði fram 11.0(X
krónur. ,
Með þessu var gengið inn á af-
ar varhugaverða braut í tvennum
skilningi:
1. Ríkissjóður var notaður til
kaupgreiðslu í einkafyrirtæki í
því skyni, að þar yrði greitt hærra
kaup en fyrirtækið sjálft gat
staðið undir. Ríkissjóður var því
látinn halda við með almannafé,
atvinnurekstri, sem ekki bar sig.
2. Með því að stuðla að þessari
kauphækkun hjá Eimskipafélag-
inu, var öðrum sjómönnum gefið
undir fótinn um auknar kaup-
kröfur. Var þetta sérstaklega
varhugavert vegna þess, að ein-
mitt um þessar mundir var stór-
kostlegur ágreiningur um kaup-
gjald á togurum.
Báðar þessar hættur létu til sín
finna. Kaupdeilurnar í togara-
flotanum hörðnuðu sí og æ. Skip-
in lágu inni mánuðum saman.
Sáttasemjari ríkisins réði ekki við
neitt. Sjómennirnir báru sig sam-
an við Eimskipafélagið og biðu
þess að stjómin kæmi til skjal-
anna með ríkissjóðinn.
Þetta brást ekki heldur. Um
miðjan marz skerst atvinnu-
málaráðherra (Tr. Þ.) í málið.
Stjórnin hafði fengið heimild til
25 % hækkunar á tekju- og eigna-
skattinum. Þessa heimild ætlaði
stjórnin að nota, og hefði hún
numið 350.000 kr. árið 1929 og
310.000 árið 1930. En nú knúði
ráðherrann fram kauphækkun
allverulega með því að hætta við
að innheimta þessar ríkistekjur.
Hér voru sama sem greiddar úr
ríkissjóði hvorki meira né minna
en 660.000 krónur til þess að
borga kaupgjaldið, sem atvinnu-
vegimir gátu ekki borið sjálfir.
Jafnframt hlaut svo þetta að
leiða til almennrar kauphækkun-
ar, því að einn bar sinn hag sam-
an við annara hag. Og hér var
því ríkissjóður látinn leggja fram
fé til þess að halda við og auka
það óeðlilega ástand, sem fram
á þennan dag á drýgstan þáttinn
í kreppunni og bágbornum
greiðslujöfnuði landsins við önn-
ur lönd. En það er óeðlilega
miklar framkvæmdir innanlands