Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 56
64 Stjórnmálaþættir. [Stefnir
eftir gjaldgetu, og meira fé
manna milli en framleiðslan end-
urgreiðir á erlendum markaði.
Erlendar skuldir.
Það hefir oft verið dregið fram,
ekki aðeins af Sjálfstæðismönn-
um, heldur og af sumum andstæð-
ingum þeirra, að hag þjóðarbús-
ins sé í rauninni ekki nema að
hálfu lýst með því að telja fram
skuldir ríkisins eða ríkissjóðsins
Til þess að fá rétta mynd afkom-
unnar sé nauðsynlegt að lýsa
einnig skuldaskiftum þjóðarinn-
ar yfirleitt við önnur lönd. Hefir
Hagstofan safnað skýrslum um
þetta frá 1922. Eru þær skýrslur
talsvert sundurliðaðar, t. d. í fast-
ar og lausar skuldir, eftir því,
hvort um samningsbundin lán er
að ræða, sem greiðast eiga með
föstum afborgunum á svo og svo
mörgum árum eða þær eru ó-
samningsbundnar og kræfar hve-
nær sem er með stuttum fyrir-
vara. Þá er þeim einnig skift eft-
ir því, hver skuldar, ríki, bæjar-
félög, bankar eða aðrir aðiljar.
Eftir þessum skýrslumhefirskuid-
arupphæðin alls verið:
í árslok 1922 kr. 59.5 milj.
- — 1923 — 66.7 —
í árslok 1924 kr. 44.4 milj.
- — 1925 — 39.5 —
- — 1926 — 53.8 —
- — 1927 — 49.4 —
- — 1928 — 43.0 —
- — 1929 — 48.7 —
- — 1930 — 70.3 —
- — 1931 — 81.5 —
Hagur þjóðarinnar gagnvart
Útlöndum batnar því frá 1923—
1928 um 23.7 miljónir, en versn-
ar frá 1928—1931 um 38.5 milj
ónir. Það verður því svipað uppi
á teningnum eins og um ríkisbú-
skapinn á þessum tveim tímabil-
um.
í þessu sambandi ber þó að
geta þess, að fram á árið 1925 er
gengi íslenzkrar krónu gagnvart
sterlingspundi óstöðugt, en úr því
hefir það haldist óbreytt.
1 þessari bágbornu útkomu síð-
ustu áranna átti ríkisstjórnin
sinn góða þátt, með því að ganga
á undan öðrum í öfugri fjármála-
meðferð. Útborganir hennar á ár-
unum 1929—’31 eru samtals 62.3
miljónir. Allri þessari geysi upp-
hæð, sem tekin er með skattpín-
ingum og erlendum lántökum, er
stráð út á þessum árum, þegar
mest var þörfin á því, að vega
móti fjármálaógætninni.