Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 63
•Stefnir]
Pólitískt sögnágrip.
61
ReiptogiS.
Eins og áSur var getið um,
gerðist ,,einn af forvígismönnum
jafnaðarmanna í Reykjavík, Jón-
as Jónsson frá Hriflu“ til þess,
að veiða Framsóknarflokkinn, og
þetta setti þegar í stað sérkenni-
legan blæ á þennan flokk. Þegar
nú þessir flokkar í sameiningu
voru komnir að völdum, brast
Jónas þolinmæði til þess að bíða
hentugs tækifæris. Jafnaðarmað-
urinn í honum var sí og æ að
brjótast undan farginu. Og það
er enginn efi, að þegar á öðru
þingi þeirra, 1929, voru einstaka
menn í Framsókn farnir að sjá, að
þeir höfðu gengið í gildru, þó að
þá brysti hug og dug til þess að
hefjast handa. Af þessu leiddi
það, að sambúðin virtist vera far-
in að kólna.
Við þetta bættist svo persónu-
leg úlfúð og reipdráttur, sem allt-
af hefir einkennt Framsóknar-
flokkinn og foringja hans, Jónas
þótti erfiður og uppvöðslumikill,
enda hefir enginn stjórnmála-
maður á síðari tímum reynt meira
á samflokksmenn sína en hann.
Það var engu líkara en að hann
bæri fram hin og þessi fáránleg
frumvörp beinlínis til þess að auð-
öiýkja flokksmenn sína með því
að heimta fylgi við þau. Þá var
ekki heldur gaman fyrir sóma-
samlega menn að standa í því að
verja athafnir slíks foringja, og
er ótrúlegt, hvað flokkurinn
gekk langt í því. Ganga þeir
margir með þá bletti eftir þess-
ar aðfarir, sem þeir mundu óska
að þeir hefðu aldrei fengið, og
þarf ekki annað en minna í því
sambandi á lögbrot Jónasar í
Varðskipamálinu, sem flokkurinn
tók á sig.
Á þessari úlfúð bar mjög í
flokknum eftir að Magnús Krist-
jánsson fjármálaráðherra andað-
ist síðast á árinu 1928, sérstak-
lega eftir að komið var á þing.
Enda tókst ekki að ráða fram úr
því, hver verða skyldi eftirmað-
ur hans fyr en margar vikur voru
af þingi. Er enginn efi á því, að
hér kom fram reiptogið um það,
hvort maðurinn skyldi vera
,,Tryggvamaður“ eða „Jónasar-
maður“. Jónas sigraði í það skifti,
því Einar Árnason var þá talinn
vera hans maður. Var sagt að
Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í
boði af hinna hálfu, og fátt mun
hafa verið með þeim Ásgeiri og
Jónasi þá og síðan.
Þegar ósamlyndið í Framsókn-
arflokknum tók að elna á árinu
1929, hagaði svo til í þinginu, að
efri deild var yfirleitt á Jónasar