Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 68
66 Pólitískt söguágrip. [Stefnir
því að engin hætta var á, að þeir
misstu tökin á málinu, en á hinn
bóginn ekki nema sanngjarnt, að
gefa mönnum tækifæri til þess að
átta sig á málinu sem bezt.
Frá þessu ári, 1932 er til eitt
plagg, sem flettir ærið óvægilega
ofan af ástandinu í Framsóknar-
flokknum um þessar mundir. Það
er hin svokallaða „Reykholtssam-
þykkt“, fundarsamþykkt helstu
manna flokksins í Borgarfirði,
gerð 7. ág. 1932. Hún er auðsjá-
anlega runnin frá þeirri stefn-
unni, sem vildi vera því hlutverki
trú, að koma flokknum yfir til
jafnaðarmanna. Ákveðnir menn,
svo sem Tryggvi Þórhallsson, Ás-
geir Ásgeirsson og Jón í Stóradal
eru settir á nokkurskonar villu-
mannaskrá, og óspart úthlutað
hrakyrðum til vissra flokks-
manna fyrir alla frammistöðuna.
Segir þar, að „þingmenn flokks-
ins hafi verið lofaðir gagnrýnis-
laust, meira en verðleikar hafi
staðið til“ o. s. frv. Stefnuskrá er
sett fram og er hún hreinn sósíal-
ismi, með þjóðnýting allra jarð-
eigna, ríflegum atvinnubóta-
styrkjum og okursköttum. Og
þetta er ekki neitt geðvonskubréf
frá einum úrillum flokksmanni,
heldur samið og sett af „stjórn og
fulltrúaráði Framsóknarfélags
Borgfirðinga".
Það er enginn efi á því, að þeg-
ar þetta plagg varð almenningi
kunnugt nærri ári síðar, opnuð-
ust augu fjölda manns um allt
land fyrir því, sem menn vildu
ekki áður trúa, um stefnu og tak-
mark Framsóknarflokksins.
Stjómarskrármálið leyst.
Kosningarnar.
Hér skal ekki rakin saga stjórn-
arskrármálsins á þingi 1933. —
Stjórnin bar fram frumvarp, sem
var nokkurnveginn aðgengilegt
en Framsókn var mjög ófús á að
samþykkja það nema með stór-
skemmdum. Gekk lengi í þaufi,
en fór þó svo að lokum, að það
fékk afgreiðslu. Og ekki mun
samkomulagið í Framsókn hafa
batnað við þann málarekstur. —
Hvað eftir annað flaug það fyrir,
að Jónas mundi nú höggva á hnút-
inn og mynda stjórn með jafnað-
armönnum, og fullkomna þannig
verk sitt í flokknum. En ekki mun
það hafa fengið nægan byr.
Og nú fór að sjóða upp úr. —
Flokksþing Framsóknar, sem
mikill ágreiningur hafði verið um,
hvort kalla skyldi saman ,kom á
fund í Reykjavík 5. apríl. Þar var