Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 69
Stefnir]
Pólitískt söguágrip.
67
flokkurinn skipulagður eftir svo
rússneskri fyrirmynd, að nærri lá,
að færi í bága við stjórnarskrána,
því að þingmenn flolcksins voru
þar bundnir við vilja flokksstjórn-
arinnar, hvað sem þeirra eigin
sannfæring leið. Framboð voru
sett í hendur flokksstjórn, sem
Jónas tryggði sér völdin í o. s. frv.
Gegn þessum ósköpum reyndu
„hinir“ að leita sér styrks og
skjóls hjá bændafundi, sem kom
saman í Reykjavík um svipað
leyti. Þá hófu þeir og útgáfu nýs
vikublaðs, því að nú var ekki
hægt, að sameinast lengur um
Tímann. - Framsókn hófst sunnu-
daginn fyrsta í sumri.
Eftir þetta eru svo friðarradd-
irnar ekki annað en eins og and-
artök hjá deyjandi manni. Eitt af
þessum andartökum heyrðist
náttúrlega fyrir lcosningamar og
annað eftir þær, en fáir tóku
mark á.
Og kosningarnar fóru eins og
vita mátti. Framsókn var uppvís
orðin að berum svikum við kjós-
endur, en hitt mun þó hafa vegið
enn þyngra, að þetta voru fyrstu
kosningamar, sem fram fóru eft-
ir að þjóðin hafði fengið að sjá
svart á hvítu, hvemig fjármálin
vom komin í höndum þessara
manna.
Eftir kosningarnar kom svo
aukaþingskrafan, sem lauk með
því, að stjórnin sá sér ekki annað
fært en láta undan og kalla sam-
an aukaþing til afgreiðslu á
stjórnarskránni.
Samningamakkið við jafnaðar-
menn.
Síðast á aukaþinginu fór svo
fram formleg klofning flokksins,
með brottrekstri og úrsögnum
nokkurra þingmanna. En áður en
til þess kom höfðu gerst viðburðir,
sem sýna svart á hvítu, hve fastir
„bændavinimir" í Framsóknar-
voru orðnir á svellinu, og hvers
vænta má af þeim, ef þeir sjá leik
á borði að hefja samvinnu við
„hina“ aftur.
Til þess að gera þetta ljóst er
vert að rifja upp viðburði þá sem
gerðust um það leyti, sem auka-
þingið var að koma saman. Verða
menn þá að hafa í huga, að Fram-
sóknarflokkurinn var á yfirborði
óskiftur, með Tryggva Þórhalls-
son að formanni þingflokksins og
Ásgeir Ásgeirsson og Þorstein
Briem í ráðherrasœtum flokksins.
Aliur núverandi Bændaflokkur er
því með í þesum samningum þó
að síðar slitnaði upp úr.
Daginn áður en þing kom sam-
an skrifar Héðinn Valdimarsson
5*