Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 72
70
Pólitískt söguágrip.
[Stefnir
Bréf Alþýðuflokksins.
Reykjavík, 31. okt. 1933.
Út af eftirgrennslan yðar um
möguleika fyrir þátttöku Alþýðu-
flokksins í stjórnarmyndun með
Framsóknarflokknum, viljum vér
taka fram eftirfarandi:
Alþýðuflokkurinn hefir marg-
lýst yfir vantrausti sínu á núver-
andi ríkissjórn og rökstutt það.
Alþýðuflokknum er ljóst, að ef
hlutdeild Sjálfstæðisflokksins í
ríkisstjórninni ykist, og þó eink-
um ef hann tæki hana einn í sín-
ar hendur, myndi stefnt enn
lengra í fjandsamlega átt gegn
hagsmunum hinna vinnandi stétta
í landinu, og af ýmsum kenni-
merkjum er auk þess fyllsta á-
stæða til þess að halda, að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi þá sitja
um hvert tækifæri til að styrkja
vald sitt með einræði og ofbeldi.
Til þess að gera tilraun til að
koma í veg fyrir þetta, telur Al-
þýðuflokkurinn sig ekki geta
skorast undan því að gefa Fram-
sóknarflokknum kost á hlutdeild
í bráðabirgðastjórn, er sitji fram
yfir næstu alþingiskosningar, ef
samkomulag getur orðið um
hverjir stjórnina skipa og hvem-
ig þeir skifta með sér verkum,
og þó að eins með eftirfarandi
skilyrðum:
1. Bráðabirgðastjórnin geri það
sem unnt er til að auka atvinnu í
landinu, framkvæmi ekki heim-
ild 25. gr. fjárlaganna um 25%
niðurskurð á f járveitingum til
verklegra framkvæmda, heldur
noti hún sér til hins ýtrasta allar
heimildir til þeirra, er felast í
fjárlögum og öðrum lögum. Aft-
ur á móti leitist bráðabirgða-
stjórnin við að draga úr öllum
útgjöldum ríkisins, er ekki koma
hinum vinnandi stéttum til góða.
Bráðabirgðastjórnin aðstoði við
lánútvegun til byggingarsjóða
verkamanna hér í Reykjavík og
annars staðar um land, þar sem
slíkir sjóðir eru, svo að unnt verði
að undirbúa byggingu verka-
mannabústaða sem víðast, þegar í
vetur eða með næsta vori. Kaup-
gjald við opinbera vinnu verði
fært til samræmis um landið og
sé á hverjum stað farið eftir við-
urkenndum taxta verklýðsfélaga
innan Alþýðusambandsins, eða
þess, sem næst er þeim stað, þar
sem vinnan er unnin. — Bráða-
birgðastjómin vinni að því að
viðhalda gengi krónunnar.
2. Bráðabirgðastjórnin leggi
þegar niður varalögregluna Og
leitist við að halda uppi friði í
landinu með réttlæti, en án hern-
aðar og ofbeldis.