Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 75
Stefnir]
Pólitískt söguágrip.
75
við fulltrúa frá Framsóknar-
flokknum um myndun bráða-
birgðastjórnar á þeim grundvelli,
sem lagður hefir verið með bréfa-
skiftum milli flokkanna um þetta
efni, og til að gera tillögur um
hverjir skipa skuli bráðabirgða-
stjórnina ef til kemur, og um
verkaskiftinguna innan hennar.
Virðingarfyllst.
F. h. Alþýðusambands Islands.
Jón Baldvinsson
forseti.
Stefán J. Stefánsson
ritari.
Til
þingflokks Framsóknarflokksins,
Reykjavík.
Þessum samningum var svo
haldið áfram um hríð. Og hve
f jarri sanni það er, að þeir menn,
sem síðar mynduðu Bændaflokk-
inn svonefnda, væru þessu makki
við sósíalista andvígir, má sjá,
bæði af því, sem sagt hefir verið
hér að framan, og svo af grein,
sem Tryggvi Þórhallsson skrifar
í Framsókn tíu dögum síðar en
síðasta bréfið var skrifað, eða 18.
nóvember. Til þess að gera honum
ekki upp orðin verður hér birt það
úr grein þessari, sem þetta mál
snertir. Auðkenningar eru gerðar
hér, nema það sé til greint. —
Grein Tiryggva.
Greinin heitir: Lokið samvinnu.
Frams. I. ár, 31. tbl. 18. nóv. ’33.
„Þess hefir áður verið getið hér
í blaðinu, að samstarfi milli
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins væri raunveru-
lega Iokið.
Framkoma Sjálfstæðismanna í
kosningunum og eftir þær, var
með þeim hætti, að frekari sam-
vinna var útilokuð.
Fram undan er kosningabar-
áttan, og er það öllum landslýð
vitanlegt, að höfuðandstæðing-
arnir í þeirri baráttu verða Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn.
Nú hefir fengizt hin formlega.
staðfestins þessara samvinnuslita..
Framsóknarflokkurinn hefir á-
kveðið, að samsteypustjórnin
skuli beiðast lausnar og forsætis-
ráðherra hefir sótt um lausn fyr-
ir ráðuneytið og fengið hana.
Árin 1927—1930 stóð Jafnað-
armannaflokkurinn að stjórn
Framsóknarmanna. Með bréflegri
tilkynningu lýstu Jafnaðarmenn
því yfir þá, að þeirri samvinna
væri lokið.
Nú eru það Framsóknarmenn,.
sem segja slitið samvinnunni við
Sjálfstæðismenn, þeirri, er hófst
í þinglokin 1932.