Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 78
7 6 Pólitískt
vinnu, og að það yrði ákveðið í
s&mráði við verkalýðsfélögin.
Almennt verður að líta svo á,
að það sé mjög æskilegt, að geta
hækkað kaup verkamanna.
Það mun og vera skoðun allra
frjálshuga manna, að verkalýðs-
félögin séu sjálfsagðir aðiljar um
kaupsamninga yfirleitt. Mun það
og orðin almenn skoðun og á
þó enn eftir að festast, að verka-
mannafélögin eru ekki einungis
verkamönnum, heldur og þjóð-
félaginu í heild sinni gagnleg og
eigi fyllsta tilverurétt.
Þessar kröfur um kaup verka-
manna er því sjálfsagt að taka
til mjög velviljaðrar athugunar.
Kauphækkun fyrir verkamenn!
Kauphækkun fyrir bændur!
Baráttan fyrir bættum lífs-
kjörum alþýðunnar á Islandi á að
ná til alþýðufólksins bæði við sjó
og í sveitum.
Það liggur alveg beint við, hvað
það er, sem nú er mesta nauðsynja-
mál vinnandi fólksins í sveitum á
íslandi: Það er skipulagning söl-
unnar innanlands á afurðum land-
búnaðarins, og því samhliða sum-
part bein hækkun á verði land-
búnaðarvaranna, sumpart hækk-
un á því verði, sem bændurnir fá
heim til sín fyrir framleiðslu sína,
sem leiðir af lækkuðum kostnaði
söguágrip. [Stefnir
við dreifing varanna, vegna betra
skipulags. (Auðk. af höf.).
Þegar því fram kom nú, í sam-
bandi við myndun nýrrar sam-
steypustjórnar krafa um hækkun
kaupsins, þá var það skylda okk-
ar bændafulltrúanna, að bera
jafnframt fram kröfuna um ráð-
stafanir til hækkunar á verði
landbúnaðarafurðanna og þar
með kauphækkun fyrir lægst
launuðu verkamennina á íslandi,
bændurna.
Af sérstökum ástæðum lá þetta
alveg sérstaklega beint við.
/ tveim nágrannalöndum okkar
Svíþjóð og Danmörku, eru nýlega
gerðir samningar milli jafnaðar-
manna og bændaflokksins einmitt
á þessum grundvelli, auknir styrkir
eða kauphækkun til verkamanna,
hækkun á verði landbúnaðarafurð-
anna, fyrir bændur. (Auðk. af
höf.).
ómöguleg framkvæmd.
„Eg get ekki annað sagt, en að
vel og skipulega væri um þetta
rætt af fulltrúum jafnaðarmanna.
En það kom fljótt fram, að hér
var að einu mjög verulegu leyti
um ólíka aðstöðu að ræða.
Hækkun kaupgjalds við opin-
bera vinnu, með samningum við
verkalýðsfélögin, getur ríkis-