Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 88
86
Fjárstjórn ísafjarðar.
[Stefnir
reikningshald bæjarsjóðs fyrir bú-
ið, og tap á útlánum mjólkur jafn-
an fært bæjarsjóði til gjalda.
Hefir þá þetta fyrirtæki fært
bæjarbúum óbeinan hagnað, t. d. í
niðurfærslu mjólkurverðsins?
Því miður ekki. Það hefir oft
selt mjólkina hærra verði en aðr-
ir framleiðendur og jafnan verið á
eftir öðrum með verðlækkun.
2. Hæstakaupstaðarkaupin. Ár-
ið 1934 keypti bærinn Hæstakaup-
staðareign af H.f. Hæstikaupstað-
urinn fyrir 300 þús. krónur.
Kaupverðið þótti mörgum of
hátt, en bæjarstjórnin þóttist hafa
búið svo um að kaupin yrðu við-
unandi. Seljendur höfðu gengið
inn á að leigja eignina af bænum
fyrir 30 þús. króna árgjald um
visst árabil, 5 ár, með loforði um
framhaldsleigu önnur 5 ár. Hitt
kom síðar í ljós að bæjarstjórn
hafði, til þess að fá svona háa
leigu, orðið að skuldbinda bæinn
til að gefa leigjendum einkarétt
(einokun) á upp- og útskipun allra
vara, sem til og frá bænum flytt-
ist meðan leigutíminn stæði, nema
þeim vörum, sem með öðrum skip-
úm en áætlunarskipum flyttust til
þeirra tveggja firma, sem bryggj-
ur áttu fyrir í bænum, og á þann
hátt tryggt leigjendum ágóða af
vöruflutningum úr og í skip, sem
nema mundi allt að því helming
leigunnar.
Hæstaréttardómur hefir núfall-
ið um að bæjarstjórn hafi ekki
heimild.til að setja þessa einokun
á, og nú þegar, er þessir leigjendur
sögðu upp leigusamningnum og
eignin var boðin út til' leigu án
einkaleyfisins mun hún ekki gefa
meiri tekjur en um 12000 krónur
á ári.
Um leið og bæjarsjóður keypti
þessa eign fyrir 300 þúsund kr.,
seldi hann hafnarsjóði af eigninni
bryggju, lóð og vörugeymsluhús
fyrir 115 þús. kr.
Það sem bæjarsjóður þá átti var
samkvæmt kaupverði 185 þús. kr.
virði.
Til kaupanna voru þó tekin þessi
lán:
1 veðdeild Landsbank-
ans, Rvík.: tvö lán .. kr. 303 þús.
í Landsbankanum á
ísafirði: R.lán .... — 75 —
eða alls: kr. 378 þús.
Kostnaður við kaupin er talinn
um 46 þús. kr.
Af þessum lánum skuldar bæjar-
sjóður við síðustu áramót um
340.000 kr.
Með öðrum orðum: bæjarsjóður