Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 91
Stefnir]
Fjárstjóm ísafjarðar.
—33 hafa verið veittar samtals kr.
27.500 til verkamannabústaða.
En af þessu hefir bærinn aðeins
greitt kr. 2333.
Afgangurinn, rúmlega 25.000 kr.
hefir farið í eyðslu, horfið í hítina,
á þessum árum, utan áætlunarinn-
ar.
Hinn stjórnskipaði formaður
verkamannabústaða-sjóðsins hefir
öll árin verið Vilmundur Jónsson,
landlæknir, en gjaldkeri Finnur
Jónsson. Þetta eru tveir yfirfor-
ingjar jafnaðarmanna þar vestra.
Útsvörin og innheimtan.
Fjárstjórn ísafjarðar gefur
mjög skýrt dæmi um það, hvernig
fer, þegar farið er að ofbjóða með
ofháum sköttum. Tekjustofnarnir
bregðast. Þar er nú svo komið, að
enda þótt stórfé, sem til annars
89»
átti að fara, hafi verið gert að
eyðslueyri, hefir samt sem áður
orðið að gera útsvörin alveg ó-
bærilega há. Eins og skýrt er frá
í greininni um fjármálastjórn
Reykjavíkur eru útsvörin þar orð-
in 8,3% af skattskylduum tekjum.
En á ísafirði eru þau 22% af
skattskyldum tekjum.
Útsvörin voru 1933 að upphæð
194.075 kr. En útistandandi skvld-
ir í árslok voru 120.384 kr.!
í árslok 1921 voru útistandandi
skuldir 16,828 kr.
Hér er því greinilega komið upi?
fyrir það, sem mögulegt er fyrir
bæjarbúa að rísa undir. Tekjur
bæjarins greiðast ekki.
Fleiri dæmi eða tölur þarf ekki
til þess að sýna, hvernig fjármála-
ástandið er í þessum sælureit sósí-
alismans á Islandi.