Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 93

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 93
Stefnir] Kraftaverk Andkrists. 91 hluta mundi hafa viljað verða til þess að trufla helgi næturinnar með því að ljá sig til illvirkis. Eng- inn þjófalykill mundi hafa get- að stungið upp lás, og enginn rýt- ingur verið fær um að særa til blóðs. Á þessari sömu nóttu kom lítill hópur manna gangandi frá keis- arahöllinni á Palatin-hæðinni og lagði leið sína yfir Forum upp til Kapitolium. Þennan dag, sem nú var nýliðinn, hafði öldungaráð borgarinnar gengið á fund keisar- ans, til þess að spyrja hann, hvort honum væri óljúft, að þeir reistu honum musteri á hinu heilaga fjalli Rómaborgar. En Augustus hafði ekki samstundis veitt sam- þykki sitt. Hann vissi ekki, hvort það mundi guðunum þóknanlegt, að hann ætti musterivið hlið must- ■eris þeirra, og hafði því svarað, að hann yrði fyrst að fregna um vilja guðanna í þessu efni, með því að færa verndarvætti sinni fórn að næturlagi. Og nú var hann, ásamt fáeinum trúnaðar- mönnum, á leiðinni til þess að færa þessa fóm. Augustus lét bera sig í burðar- stóli, því hann var hniginn að aldri, og hin mörgu þrep upp að Kapitolium voru honum erfið. Sjálfur hélt hann á búrinu með dúfunum, sem hann ætlaði að fórna. Engir prestar eða hermenn eða öldungaráðsmenn voru í fylgd með honum, aðeins nánustu vinir hans. Blysberar gengu á undan honum, eins og ættu þeir að ryðja honum braut gegn um náttmyrkrið, og á eftir honum fylgdu þrælar, sem báru þrífætta altarið, kolin, hnífana, hinn heil- aga eld, ásamt öllu öðru, sem nauðsynlegt var til fórnarinnar. Meðan þeir voru á leiðinni ræddi keisarinn glaðlega við trún- aðarmenn sína, og af þessari á- stæðu tók enginn þeirra eftir hinni óumræðilegu þögn og kyrrð næturinnar. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir á efsta tind Kapitoliumhæðarinnar, en þar var óbyggt svæði, sem ætlað var musterinu nýja, að þeim varð ljóst, að eitthvað óvenjulegt var á seiði. Þessi nótt hlaut að vera með öðrum hætti, en aðrar nætur, því uppi á klettabrúninni sáu þeir hina furðulegustu veru. Fyrst hugðu þeir, að það mundi vera kræklóttur olíufutrésstofn, síðan þótti þeim líklegast, að æfafornri steinstyttu úr musteri Júpíters hefði orðið reikað fram á kletta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.