Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 93
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
91
hluta mundi hafa viljað verða til
þess að trufla helgi næturinnar
með því að ljá sig til illvirkis. Eng-
inn þjófalykill mundi hafa get-
að stungið upp lás, og enginn rýt-
ingur verið fær um að særa til
blóðs.
Á þessari sömu nóttu kom lítill
hópur manna gangandi frá keis-
arahöllinni á Palatin-hæðinni og
lagði leið sína yfir Forum upp til
Kapitolium. Þennan dag, sem nú
var nýliðinn, hafði öldungaráð
borgarinnar gengið á fund keisar-
ans, til þess að spyrja hann, hvort
honum væri óljúft, að þeir reistu
honum musteri á hinu heilaga
fjalli Rómaborgar. En Augustus
hafði ekki samstundis veitt sam-
þykki sitt. Hann vissi ekki, hvort
það mundi guðunum þóknanlegt,
að hann ætti musterivið hlið must-
■eris þeirra, og hafði því svarað,
að hann yrði fyrst að fregna um
vilja guðanna í þessu efni, með
því að færa verndarvætti sinni
fórn að næturlagi. Og nú var
hann, ásamt fáeinum trúnaðar-
mönnum, á leiðinni til þess að
færa þessa fóm.
Augustus lét bera sig í burðar-
stóli, því hann var hniginn að
aldri, og hin mörgu þrep upp að
Kapitolium voru honum erfið.
Sjálfur hélt hann á búrinu með
dúfunum, sem hann ætlaði að
fórna. Engir prestar eða hermenn
eða öldungaráðsmenn voru í
fylgd með honum, aðeins nánustu
vinir hans. Blysberar gengu á
undan honum, eins og ættu þeir
að ryðja honum braut gegn um
náttmyrkrið, og á eftir honum
fylgdu þrælar, sem báru þrífætta
altarið, kolin, hnífana, hinn heil-
aga eld, ásamt öllu öðru, sem
nauðsynlegt var til fórnarinnar.
Meðan þeir voru á leiðinni
ræddi keisarinn glaðlega við trún-
aðarmenn sína, og af þessari á-
stæðu tók enginn þeirra eftir
hinni óumræðilegu þögn og kyrrð
næturinnar. Það var ekki fyrr en
þeir voru komnir á efsta tind
Kapitoliumhæðarinnar, en þar
var óbyggt svæði, sem ætlað var
musterinu nýja, að þeim varð
ljóst, að eitthvað óvenjulegt var
á seiði.
Þessi nótt hlaut að vera með
öðrum hætti, en aðrar nætur, því
uppi á klettabrúninni sáu þeir
hina furðulegustu veru. Fyrst
hugðu þeir, að það mundi vera
kræklóttur olíufutrésstofn, síðan
þótti þeim líklegast, að æfafornri
steinstyttu úr musteri Júpíters
hefði orðið reikað fram á kletta-