Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 99

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 99
Stefnir] Kraftaverk Andkrists. 97 ekki lengur staðist. Vér þörfn- umst endurfæðara heimsins, nú, eins og á tímum Augustusar“. Og þeir rifu hár sitt og pyntuðu sig, því þeir vissu, að endurfæð- arinn hlaut að verða Andkristur, og að það var endurfæðing afls og ofbeldis, er í aðsigi var. Eins og sjúkir menn eru ásóttir af kvilla sínum, þannig voru þeir ásóttir af hugsuninni um And- krist. Þeim var sem þeir sæu hann augliti til auglitis. Hann var jafn ríkur og Kristur hafði verið fá- tækur, jafn vondur og Kristur hafði verið góður, jafn heiðraður og Kristur hafði verið smáður. Vopn hans voru sterk, og hann gekk fram í fylkingarbrjósti blóði ataðra illvirkja. Hann reif kirkj- ur til grunna, myrti presta og vopnbjó mannkynið til styrjald- ar, þar sem bróðir vó að bróður, allir óttuðust alla og hvergi var friðland að fá. Og hvert sinn, er einhver sá, er hyllti afl og ofbeldi, lagði leið sína um hafsjó tímans, kvað við frá Kapitolium hrópið: „Andkristur, Andkristur". Og í hvert sinn, er einhver þessara manna hvarf í tímans haf, hrópuðu munkamir „Hósí- anna“ og sungu „Te Deum“. Og þeir sögðu: „Sakir .bæna vorra falla hinir óguðlegu, áður en þeim auðnast að stíga fæti á Kapitolium". En yfir klaustrinu fagra lá sá þungi hefndardómur, að munkar þess gátu aldrei notið eirðar eða næðis. Nætumar voru þeim þung- bærri en dagarnir. Þeir sáu þá óarga dýr ryðjast inn í klefana og leggjast fyrir, við hlið þeirra sjálfra á rúmskákinni. Og hvert þessara óarga dýra var sjálfur Andkristur. En sumir munkanna sáu hann í líki flugdreka og aðr- ir sáu hann í líki gamms og enn þá aðrir sáu hann í sfinks-líki. Og er þeir risu úr draummóki sínu, voru þeir máttfamir, sem eftir erfiðan sjúkleik. Eina huggunin, sem þessir vesl- ings munkar áttu, var Kristlíkan það, sem geymt var í Aracoeli- kirkjunni. Væri einhver munk- anna svo hræddur orðinn, að hon um lægi við sturlun, gekk hann til kirkjunnar og leitaði sér hug- svölunar hjá líkaninu. Hann gekk þá gegn um kirkjuna endilanga og inn í lítið bænhús, er, svo lítið bar á, var komið fyrir nærri há- altarinu. Þar inni kveikti hann ljós á vígðum kertum og gerði bæn sína, áður en hann lauk upp altarinu, en fyrir því voru hurðir úr járni með tvöfaldri læsingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.