Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 120
118
Baráttan við rússneska bóndann.
[Stefnir
reglum og fá ríkisvaldinu 1 hend-
ur lykilinn að hlöðu bóndans.
Það mundi verða ólíku auðveld-
ara að hafa hemil á tiltölulega
fáum stórbúum, en 30 miljónum
smábýla. Á stórbúunum yrði hægt
að koma við búnaðarendurbót-
um, sem auka mundu uppsker-
una.
Fyrsti liður þessa starfs, sem
hófst veturinn 1929—’30, var lítt
sigurvænlegur. 1 ræðu, sem Stalin
hélt á 12 ára afmæli bolsévismans
í nóv. 1929, kunngerði hann, að
nú ætti úrslitaárásin að hefjast,
og voru heilar fylkingar ungra
bolsjevíka sendar út um sveitir
til þess að aðstoða yfirvöldin þar.
Fyrst af öllu skjddi „Kúlökun-
um“ útrýmt, því vitanlegt var, að
þeir myndu ekki taka því þegj-
andi, að verða að láta af hendi
jarðir sínar — og þótt þeit tækju
þann kost, að ganga inn í sam-
eignarbúskapinn, var fyrir að
vita, að þar mundu þeir verða óá-
nægðir og espa aðra til óánægju.
— Var nú umsvifalaust horfið að
því, að reka sjálfseignabændur
svo þúsundum skifti frá jörðum
sínum og voru þeir og fjölskyld-
ur þeirra fluttar til borganna. Þar
voru þeim, væru þeir þá ekki bein-
línis teknir af lífi, troðið saman í
vöruvagna og fluttir lengra burt,
flestir norður í Hvítahafshéruðin.
Það, sem nú fór fram var endur-
tekning á útrýmingu burgeisa-
stéttarinnar á fyrstu árum bylt-
ingarinnar, en nú var vinnan
skipulögð.
Ógnir þessar höfðu víðtækari
áhrif. Nú streymdu allir þeir, sem
óttuðust að verða brennimerktir
sem hlyntir kúlökkunum inn á
stórbúin. Voru það einkum smá-
bændur. En áður en þeir gengu
inn í sameignarbúskapinn, gerðu
þeir upp bú sín í snatri. Þeir
flýttu sér að koma í álnir öllu því,
sem þeir áttu, en það voru aðal-
lega skepnurnar. Þeim datt ekki
í hug, að láta þær renna til sam-
eignarbúanna. Og þessi vetur
1929—30, er einstæður í sögu
Rússlands að því, að þá fór fram
slátrun húsdýra í svo stórum stíl,
að þess eru engin dæmi. Tala
nautgripa fækkaði um 13 miljón-
ir, eða f jórða part, svína um rúm-
an þriðjung eða 7 miljónir og
sauðfénaður um 33 miljónir eða
fjórða part. Það af þessum skepn-
um, sem ekki var slátrað, drapst
af vanhirðu á hinum nýju sam-
eignarbúum.
Þessi fyrsti þáttur, sameigin-
legrar slátrunar sjálfseignar-
bænda og húsdýra stóð þó ekki
lengi. Meðferðin á sjálfseignar-