Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 9
Mér verður hússins dæmi...
hugsunarhætti, verður því að skóla-
bókardæmi um það, hvernig þessi
angi vistfræðinnar, sem felst í línu-
dansinum milli trúmennsku við „arf
feðranna“ og heimanmund framtíðar-
innar getur þróast. Þegar loks eru til
peningar, er allri stöðnun lýst stríði
á hendur og í ákafa hafist handa um
uppbyggingu og þá kannski ekki
alltaf af fyrirhyggju. Það vill gleym-
ast að smekkur einnar kynslóðar
þarf ekki endilega að vera rétthærri
en annarrar, vegna þess að hún er
nýrri. Sú þjóð gæti vaknað upp við
þau gömlu sannindi, sem íslenskur
málsháttur fræðir okkur um: Hægra
er að breyta en bæta.
Einhver slík tilfinning hlýtur að
hafa legið að baki, þegar sett voru
lög um húsafriðun á íslandi árið
1969. Við skulum skoða þau nánar.
Húsafriðunarlög2
- Húsafriðunarsjóður
Eriðun húsa og annarra mannvirkja
á Islandi var leyfð með þjóðminja-
lögum, sem samþykkt voru á Alþingi
'9. maí 1969. Lög þessi voru ýtarleg
°g náðu yfir allar greinar þjóðminja-
vörslunnar, sem þá þóttu tilhlýðileg-
ar- Tóku þau við af lögum um vernd-
un fornminja sem konungur undir-
ritaði 1907 og lögum um byggða-
söfn og viðhald fornra mannvirkja
frá 1947. Lögin voru í sex köflum,
sem fjölluðu um Þjóðminjasafn
•slands, fornminjar, kirkjugripi og
minningarmörk, friðun húsa og
aunarra mannvirkja, byggðasöfn, og
'oks um almenn ákvæði. Kaflinn um
húsafriðun var algert nýmæli í ís-
lenskum lögum, en hliðstæð lög
höfðu um langt árabil gilt í nálæg-
um löndum, til dæmis höfðu sam-
baerileg lög verið í gildi í Bretlandi
frá 1944 * í hinum íslensku lögum
var gert ráð fyrir skipan sérstakrar
húsafriðunarnefndar, sem skyldi
§era tillögur til menntamálaráð-
herra um friðun tiltekinna húsa og
mannvirkja, bœði í opinberri eigu
°S í einkaeign. Var friðunin tvíþætt,
ar*nars vegar alfriðun, þar sem í
en§u mátti breyta hinu friðaða húsi
eða mannvirki, þ.e. friðun í A-flokki,
hins vegar friðun á ytra borði eða til-
'eknum hluta hússins, svonefnd
friðun í B-flokki. Samkvæmt lögun-
um er það menntamálaráðherra
sem ákveður friðun að fengnum til-
lögum húsafriðunarnefndar og við-
komandi sveitarstjórnar. Ennfremur
er sveitarstjórn heimilt að ákveða
friðun að fengnum tillögum húsa-
friðunarnefndar.
Þáverandi þjóðminjavörður, Krist-
ján Eldjárn, taldi kaflann um húsa-
friðun vera bráðþarfan, enda húsa-
friðun eitt brýnasta verkefnið í
þjóðminjavernd næstu áratuga.4
Sex árum síðar, eða í maí 1975,
voru samþykkt lög um breytingu á
þjóðminjalögunum, þar sem kveðið
var á um sérstakan húsafriðunar-
sjóð. Tekjur sjóðsins voru ákveðnar
árlegt framlag ríkis og sveitarfélaga,
og skyldi húsafriðunarnefnd ákveða
styrki úr honum til viðhalds og
endurbóta mannvirkja, sem að
dómi nefndarinnar hafa menningar-
sögulegt gildi.5
Þessar lagasetningar og afskipti
opinberra aðila áttu sér langan að-
draganda, og verður nú rakinn
gangur þessara mála.
Ahugi á húsafriðun
vaknar
Hörður Ágústsson skrifar grein í
Birting 1962, sem hann nefnir „Af
minnisblöðum málara" og segir svo
í upphafi:6
Of mörgum íslendingi uirðist
óljóst, að menningararfur þjóðar-
innar er fjölþættari en almennt er
talið. Vissulega ber þar bók-
menntirnar hœst. En því má ekki
gleyma, að uið höfum einnig á
öðrum suiðum skapað uerðmœti,
sem ástœðulaust er um að þegja,
huað þá sýna fullkomið kœru-
leysi. Þeirra á meðal er húsagerð
og híbýlakostur margs konar...
Sannleikurinn er sá, að íslending-
ar hafa ekki enn gert sér Ijóst -
huort sem það stafar af kœruleysi
eða skilningsskorti - að framlag
þeirra til byggingarlistar er að
vissu leyti ekki ómerkara en ým-
issa stœrri þjóða, þegar að-
stœðna allra er gœtt.
SAGNIR 7