Sagnir - 01.04.1989, Síða 12
Þóra Kristjánsdóttir
stjórnarráðshús. Risu þá upp ýmsir
mætir menn og báðu um grið fyrir
gömlu húsin á lóðinni. Elstu húsin
voru reist 1832 og 1838, og þóttu af
mörgum mynda órjúfanleg tengsl
milli gamla stjórnarráðshússins og
Menntaskólans. Þegar teikningar að
fyrirhuguðu stórhýsi voru kynntar,
mögnuðust umræðurnar meðal al-
mennings og reynt var að fá mennta-
málaráðherra til þess að samþykkja
friðun gömlu húsanna, án árang-
urs.17 Einar Olgeirsson flutti þá
frumvarp á Alþingi haustið 1964 um
breytingu á gömlu fornminjalögun-
um þess efnis, að friðlýsa bæri öll
hús sem byggð væru fyrir 1874.18
Frumvarpið hlaut ekki náð fyrir aug-
um meirihluta Alþingis, en það varð
þó til þess að samþykkt var önnur
þingsályktunartillaga 1965 sem gekk
út á að skipuð yrði nefnd til þess að
endurskoða lögin um fornminjar frá
1907 og byggðasöfn frá 1947, og
jafnframt samið frumvarp til laga
um Þjóðminjasafn íslands. í nefnd-
ina voru skipaðir Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður, Hörður Ágústsson
listmálari og Þórður Eyjólfsson
hæstaréttardómari.19 Nefndin lauk
störfum 1968, og nýju lögin tóku
gildi 1969 sem fyrr segir.
Fyrstu húsin sem friðuð voru
samkvæmt nýju lögunum voru vöru-
skemma í Ólafsvík frá 1844 og
Norska húsið í Stykkishólmi, byggt
Verslunarhúsin á Eyrarbakka eru nú líkan eill.
Frumkvæði
einstaklinga
Eitt elsta íbúðarhús á landinu er
„Húsið" á Eyrarbakka, byggt 1765.
Árið 1932 stóð til að rífa húsið. Það
var þá í eigu þrotabús Kaupfélags-
ins Heklu og viðskiptabanka þess.
Þá gripu í taumana hjónin Ragnhild-
ur Pétursdóttir og Halldór Þorsteins-
son í Háteigi, keyptu húsið og létu
gera vel við það.15 Húsið var síðar
friðlýst, og er nú talið til merkustu
húsa landsins. Hörður Ágústsson
álítur þetta framtak Ragnhildar og
Halldórs vera fyrsta skref einstak-
linga í átt að húsafriðun hér á
landi.16 Verr fór með verslunarhúsin
á Eyrarbakka, sem að hluta til voru
frá fyrri hluta 18. aldar. Enginn varð
til þess að taka þau í fóstur, og voru
þau rifin 1950. Nú er þar aðeins að
finna leifar af hleðslum á Bakkan-
um, og líkan af húsunum.
Húsafriðun sem þáttur
í umhverfisvernd
Eins og komið hefur fram hér að
framan, beindist áhugi manna og
skilningur framan af einkum að frið-
un einstakra húsa sem höfðu sögu-
legt eða listrænt gildi. Það var ekki
fyrr en komið var fram á miðjan
„Húsið" á Eyrarbakka.
sjötta áratuginn að farið var að ræða
um gildi gamalla götumynda og
verndun heilla hverfa og svæða.
Margt stuðlaði að þessari umræðu,
og verður nú getið þess helsta:
1. Deilur um Bernhöftstorfuna.
Umræður um nýtt hús fýrir stjórnarráð
íslands voru háværar í byrjun sjötta
áratugarins. Beindust augu manna
einkum að lóð Bernhöftstorfunnar
svonefndu sem heppilegri fyrir nýtt
10 SAGNIR