Sagnir - 01.04.1989, Page 13

Sagnir - 01.04.1989, Page 13
Mér verður hússins dæmi... Norska húsið i Stykkishólmi reist 1828. Myndin tekin eftir aiðgerð 1988. 1828. Nú er 61 hús á skrá yfir friðuð hús. Þau eru ýmist í opinberri eigu eða einkaeign, og í umsjá eigend- anna.20 Bæjaryfirvöld í Reykjavík tóku þá stefnu árið 1957 að setja á stofn byggðasafn í Árbæ. Kjarni safnsins eru gömul bæjarhús í Árbæ frá 1880, en síðan hafa verið flutt þang- að allmörg hús og endurbyggð þar eða lagfærð. Flest húsanna eru úr Reykjavík, en nokkur eru ættuð ann- ars staðar að af landinu. Slík söfn eru, sem kunnugt er, algeng erlend- is og gegna þar sem hér sínu hlut- Verki, en koma þó hvergi í staðinn fyrir eðlilega nýtingu gamalla húsa í réttu umhverfi. Starfsmenn Árbæjar- safnsins hafa á síðustu árum sinnt því verkefni að gera úttekt á elstu þyggð í Reykjavík, og kann það að auðvelda skipulagsyfirvöldum að faka farsælar ákvarðanir. -■ Húsakönnun í Reykjavík 1967-70. Nýtt aðalskipulag fyrir eykjavík var samþykkt í júlí 1965. kipulag þetta var unnið undir yfir- sfjórn próf. Peters Bredsdorff frá aupmannahöfn í samvinnu við ís- enska sérfræðinga, og skyldi gilda 11 1983.-' Þar var gert ráð fyrir mikl- Ul1i breytingum á umferðargötum í -’urginni, einkum í miðborginni og elstu byggðinni, og þar með mörg ús dæmd til niðurrifs. Olli þetta ný]a skipulag miklum og almennum umræðum og deilum. Aftur varð Einar Olgeirsson málsvari húsa- friðunar á Alþingi er hann flutti frumvarp til laga um heildarskipu- lag miðbæjarins í Reykjavík. Hann hafði fyrst flutt frumvarpið í des- ember 1964, en málið varð ekki út- rætt á því þingi.22 Þá flutti hann það aftur í desember 1965, í kjölfar sam- þykktar borgarstjórnar.23 Lagði hann áherslu á að gamla byggðin í Reykja- vík væri ekki einkamál borgarstjórn- ar, heldur varðaði landsmenn alla og þar væri að finna ómetanlegar menningarsögulegar minjar, sem al- þingismönnum bæri að standa vörð um. Einkum benti hann á húsaröð- ina við Lækjargötu, Bernhöftstorf- una, en einnig varaði hann við hug- myndum borgaryfirvalda um að reisa ráðhús í Tjörninni, þar sem það myndi bæði skaða umhverfi hennar og skerða möguleika ríkis- valdsins til að byggja fyrir Alþingi. Einar lagði til að skipuð yrði sérstök nefnd tilnefnd af alþingismönnum, ríkisstjórn, borgarstjórn og Arki- tektafélagi Islands. Frumvarpið náði ekki fram að ganga, en næst gerðist það að borgarstjórn féllst á að láta kanna og meta varðveislugildi húsa og mannvirkja í gamla borgarhlut- anum. Herði Ágústssyni og Þor- steini Gunnarssyni arkitekt var falið að vinna þetta verk. Tekið var þó fram að varðveislutillögur skyldu hvergi brjóta í bága við samþykkt aðalskipulag.24 Hörður og Þorsteinn unnu verkið á árunum 1967-70, og lögðu gögn sín og tillögur um varðveislu fyrir borgar- ráð í lok þess tímabils. Þrátt fyrir gefnar forsendur lögðu þeir til að gömlu húsin á Bernhöftstorfunni yrðu friðuð „sem þýðingarmesta húsaröð borgarinnar frá gamalli tíð.“25 Borgarráð vildi ekki fallast á friðunartillöguna, og enn jukust deilurnar. í greinargerð Harðar og Þorsteins eru 269 hús færð á athug- unarskrá, öll reist fyrir desember 1927. Þar af eru 150 greind til varð- veislu á staðnum, 17 til safnvarð- veislu og um 100 til frekari rann- sókna og athugunar.26 Könnunin og sú umræða sem fylgdi í kjölfarið varð m.a. til þess að Arkitektafélag fslands tók friðun Bernhöftstorfunnar upp á sína arma.27 Félagið gekkst fyrir því að húsin væru mæld og rannsökuð, stjórn félagsins samþykkti áskorun til ríkis og borgar um að friða húsin í anda nýsamþykktra þjóðminjalaga. Árið eftir var haldin hugmynda- samkeppni um svæðið að frumkvæði stjórnar Arkitektafélagsins, og árið 1972 voru Torfusamtökin stofnuð til þess að fjalla um húsin og framtíð þeirra á breiðum grundvelli. 3. Torfusamtökin.2* Hvatamenn að stofnun Torfusamtakanna voru SAGNIR 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.