Sagnir - 01.04.1989, Síða 13
Mér verður hússins dæmi...
Norska húsið i Stykkishólmi reist 1828. Myndin tekin eftir aiðgerð 1988.
1828. Nú er 61 hús á skrá yfir friðuð
hús. Þau eru ýmist í opinberri eigu
eða einkaeign, og í umsjá eigend-
anna.20
Bæjaryfirvöld í Reykjavík tóku þá
stefnu árið 1957 að setja á stofn
byggðasafn í Árbæ. Kjarni safnsins
eru gömul bæjarhús í Árbæ frá
1880, en síðan hafa verið flutt þang-
að allmörg hús og endurbyggð þar
eða lagfærð. Flest húsanna eru úr
Reykjavík, en nokkur eru ættuð ann-
ars staðar að af landinu. Slík söfn
eru, sem kunnugt er, algeng erlend-
is og gegna þar sem hér sínu hlut-
Verki, en koma þó hvergi í staðinn
fyrir eðlilega nýtingu gamalla húsa í
réttu umhverfi. Starfsmenn Árbæjar-
safnsins hafa á síðustu árum sinnt
því verkefni að gera úttekt á elstu
þyggð í Reykjavík, og kann það að
auðvelda skipulagsyfirvöldum að
faka farsælar ákvarðanir.
-■ Húsakönnun í Reykjavík
1967-70. Nýtt aðalskipulag fyrir
eykjavík var samþykkt í júlí 1965.
kipulag þetta var unnið undir yfir-
sfjórn próf. Peters Bredsdorff frá
aupmannahöfn í samvinnu við ís-
enska sérfræðinga, og skyldi gilda
11 1983.-' Þar var gert ráð fyrir mikl-
Ul1i breytingum á umferðargötum í
-’urginni, einkum í miðborginni og
elstu byggðinni, og þar með mörg
ús dæmd til niðurrifs. Olli þetta
ný]a skipulag miklum og almennum
umræðum og deilum. Aftur varð
Einar Olgeirsson málsvari húsa-
friðunar á Alþingi er hann flutti
frumvarp til laga um heildarskipu-
lag miðbæjarins í Reykjavík. Hann
hafði fyrst flutt frumvarpið í des-
ember 1964, en málið varð ekki út-
rætt á því þingi.22 Þá flutti hann það
aftur í desember 1965, í kjölfar sam-
þykktar borgarstjórnar.23 Lagði hann
áherslu á að gamla byggðin í Reykja-
vík væri ekki einkamál borgarstjórn-
ar, heldur varðaði landsmenn alla
og þar væri að finna ómetanlegar
menningarsögulegar minjar, sem al-
þingismönnum bæri að standa vörð
um. Einkum benti hann á húsaröð-
ina við Lækjargötu, Bernhöftstorf-
una, en einnig varaði hann við hug-
myndum borgaryfirvalda um að
reisa ráðhús í Tjörninni, þar sem
það myndi bæði skaða umhverfi
hennar og skerða möguleika ríkis-
valdsins til að byggja fyrir Alþingi.
Einar lagði til að skipuð yrði sérstök
nefnd tilnefnd af alþingismönnum,
ríkisstjórn, borgarstjórn og Arki-
tektafélagi Islands. Frumvarpið náði
ekki fram að ganga, en næst gerðist
það að borgarstjórn féllst á að láta
kanna og meta varðveislugildi húsa
og mannvirkja í gamla borgarhlut-
anum. Herði Ágústssyni og Þor-
steini Gunnarssyni arkitekt var falið
að vinna þetta verk. Tekið var þó
fram að varðveislutillögur skyldu
hvergi brjóta í bága við samþykkt
aðalskipulag.24
Hörður og Þorsteinn unnu verkið á
árunum 1967-70, og lögðu gögn sín
og tillögur um varðveislu fyrir borgar-
ráð í lok þess tímabils. Þrátt fyrir
gefnar forsendur lögðu þeir til að
gömlu húsin á Bernhöftstorfunni
yrðu friðuð „sem þýðingarmesta
húsaröð borgarinnar frá gamalli
tíð.“25 Borgarráð vildi ekki fallast á
friðunartillöguna, og enn jukust
deilurnar. í greinargerð Harðar og
Þorsteins eru 269 hús færð á athug-
unarskrá, öll reist fyrir desember
1927. Þar af eru 150 greind til varð-
veislu á staðnum, 17 til safnvarð-
veislu og um 100 til frekari rann-
sókna og athugunar.26
Könnunin og sú umræða sem
fylgdi í kjölfarið varð m.a. til þess að
Arkitektafélag fslands tók friðun
Bernhöftstorfunnar upp á sína
arma.27 Félagið gekkst fyrir því að
húsin væru mæld og rannsökuð,
stjórn félagsins samþykkti áskorun
til ríkis og borgar um að friða húsin
í anda nýsamþykktra þjóðminjalaga.
Árið eftir var haldin hugmynda-
samkeppni um svæðið að frumkvæði
stjórnar Arkitektafélagsins, og árið
1972 voru Torfusamtökin stofnuð til
þess að fjalla um húsin og framtíð
þeirra á breiðum grundvelli.
3. Torfusamtökin.2* Hvatamenn
að stofnun Torfusamtakanna voru
SAGNIR 11